Hvernig jurt ert þú?

Ertu sígræn planta, með jafnaðargeð og jafna orku? Ertu planta sem blómstar? Hvenær? nóvember, desember, júní eða júlí? Vex þú upp eða út á hlið? dreyfir þú þér? Hvernig jarðveg þarftu, mold? vítamínbætta? sendna? hversu mikla vökvun þarftu eða næringu? Þarftu suðurglugga? Skugga? Þarftu hvíld? Ertu kaktus eða krókus sem kemur upp í febrúar mras? Þarftu stuðning, til að vaxa?

Auktu sjálfsþekkingu, okkur er ekkert ætlað að blómstra alltaf, vera alltaf upp á okkar besta, við þurfum líka hvíld, fá frið o.s.frv. Þekktu þig, þekktu hvaða jurt þú ert. Enn við þurfum alltaf vatn, athygli, umhyggju og svigrúm!

Að hlúa að sér er að nálgast sjálfan sig af virðingu og skilningi – rétt eins og maður gerir við góðan vin í erfiðleikum, í óöryggi eða mistökum – ekki refsa og ekki horfa bara á mistök. Að hlúa að sér er líka að sjá að þú ert ekki ein/einn, erfiðarleikar eru hluti af því að vera manneskja og ekki merki um persónulegan galla – er sameiginleg mannleg reynsla – erfiðleikar eru hluti af lífinu. Leyfðu þér að njóta þegar það býðst, vertu hér og nú. Fortíð og framtíð- jah… allt hefur sinn tíma. Núvitund hjálpar okkur að taka eftir tilfinningum án þess að dæma, án þess að ýkja þær eða forðast. Sjálfsumhyggja bætir bæði andlega og líkamlega heilsu! t.d. eflir sjálfsumhyggja seiglu, minni sjálfsgagnrýni og við erum fljótari að ná okkur og eigum þar með líka auðveldara með að eiga góð samskipti við aðra.

Sjálfsumhyggja er mikilvæg til að missa ekki eigin hugræna getu og til að halda betur út það sem er erfitt og sársaukafullt.

  1. Hreyfing. Útivist. Örvar losun boðefna í heilanum sem auka vellíðan. Minnkar kvíða og streitu, örvar ofnæmiskerfið og hjálpar til við að koma reglu á svefn og matarlyst
  2. Félagslegur stuðningur: Ekki einangra þig félagslega, talaðu við vini/fjölskyldu og fáðu tilfinningalegan stuðning. Veldu félagsskap/áhugamál. Gerðu eitthvað nýtt. Félagslegur stuðningur hefur mikil áhrif á heilsu. Lykilþáttur!
  3. Árvekni æfingar: Í árvekni felst að gefa umhverfi þínu fulla athygli án þess að dæma. Árvekniæfingar geta minnkað kvíða því að á meðan þú ert með athyglina á núinu – hér og nú – þá ertu ekki með áhyggjur af fortíð né framtíð
  4. Slökunaræfingar hjálpa! öndun, vöðvaslökun – til allskonar smáforrit og heimasíður sem hjálpa
  5. Hugaðu að eigin þörfum. Taktu tíma á hverjum degi til að gera eitthvað sem er gert bara fyrir þig, bara vegna þess að þú nýtur þess. Lestur, tónlist, freyðibað – gerðu þetta með árvekni.
  6. Settu mörk. Tími þinn er dýrmætur. Forgangsraðaðu. Hafðu pláss fyrir eigin þarfir.
  7. Biddu um hjálp 🙂

Fleirri hugmyndir eru hér: https://hrefnagudmundsdottir.wordpress.com/wp-admin/post.php?post=3791&action=edit

Leave a comment