Alltaf finnst mér ákveðin upplifun þegar við nemendur förum í gegnum góðverk – hvað er góðverk, skoðum góðverk sem við gerum og góðverk sem aðrir gera fyrir okkur. Mögnuð áhrif og heill heimur opnast.
Góðverk virðast vera eins og vírus, þau smita. Ef þú sérð góðverk, verður vitni að góðverki, þá hefur það áhrif á sál og líkama og talsverðar líkur að þú sýnir síðan sjálf/sjálfur góðverk fljótt á eftir. Enn áhrifin virðast vara stutt, við gleymum, þetta er vírus sem dreyfir sér hratt og örugglega enn stendur afar stutt yfir, í 1-2 daga er algengast.
Hér eru frábærara hugmyndir að góðverum að finna og fyrir neðan mitt uppáhalds dagatal! Hér er þemað einmitt… góðverk 🙂

