Viltu taka tilfinningapróf Barböru Friedricsen og kynnast áhrifum jákvæðra tilfinninga?

https://www.positivityratio.com/

Dr. Barbara Fredrickson hefur verið með rannsóknarstofu í jákvæðum tilfinningum og sálfræðilega lífeðlisfræði í University of North Carolina, Positive Emotions and Psychophysiology Laboratory (a.k.a. PEP Lab) at the University of North Carolina at Chapel Hill.

Á síðunni hennar hér að ofan, getur þú tekið prófið sem hún er með þar og séð á örfáum mínútum hvert hlutfall jákvæðra tilfinninga á móti erfiðum tilfinningum þú upplifðir í dag :-). Við þurfum nóttina, til að skynja hvað dagur er, við þurfum erfiðar tilfinningar til að upplifa jákvæðar tilfinningar, því er hlutfallið 3:1, þrjár jákvæðar tilfinningar á móti einni erfiðri, það jafnvægi sem Barbara telur vera æskileg og þýða að þú ert hamingjusöm/hamingjsamur. Það er eingöngu 20% ameríkana sem ná þessu hlutfalli. Hvaða tölu færð þú?

Barbara hefur hlutið m0rg verðlaun fyrir rannsóknir sínar og þekktust er hún fyrir kenningu sína ,,Broad and Build theory”, um það hvað gerist þegar við upplifum jákvæðar tilfinningar, og við verðum víðsýnni, lausnamiðaðri, opnari í samskiptum og við eflum seiglu okkar. Jákvæðar tilfinningar skipta því sköpun upp á þroska og framvindu og vellíðan.

1. Broad – Víkka út hugræna og hegðunarlega skynjun

Þegar við upplifum jákvæðar tilfinningar eins og:

  • gleði 😄
  • forvitni 🤔
  • frið 🧘‍♀️
  • þakklæti 🙏
  • von ✨

þá víkkar það:

  • athygli okkar – við sjáum stærra samhengi
  • hugsun okkar – við hugsum opnara og skapandi
  • félagslega hegðun – við erum opnari fyrir tengslum og samvinnu

2. Build – Byggja upp sálrænar, líkamlegar og félagslegar auðlindir

Slíkar tilfinningar hjálpa okkur að þróa:

  • sálrænar auðlindir: sjálfstraust, seiglu, jákvætt viðhorf
  • vitsmunalegar auðlindir: skapandi hugsun, lausnaleit
  • félagslegar auðlindir: traust, vinátta, tengslanet
  • líkamlegar auðlindir: betri ónæmiskerfi, hraðari bataferli

⏳ Ávinningur til lengri tíma

Þó jákvæðar tilfinningar séu stundarskammir, þá hafa þær áhrif sem safnast upp með tímanum – við verðum sterkari, tengdum og betur í stakk búin til að mæta mótlæti.

https://en.wikipedia.org/wiki/Barbara_Fredrickson

Viðtal:

Leave a comment