Að finna sér tilgang

Ágætar umræðurspurningar til að skoða tilgang sinn. Í nútímasamfélagi þar sem mikið er um að vera, mikill hraði og margt sem kallar, draumar og væntingar út um allt, er ágætt að staldra við og ígruna tilgang sinn og hvað gefur lífinu merkingu. Hér eru tillögur af umræðuspurningum.

Hvað gefur lífi þínu merkingu þessa dagana?

Hvaða augnablik í lífi þínu hafa verið þér sérstök og af hverju?

Hvenær hefur þú fundið að þú ert að leggja þitt af mörkum?

Ef þú horfir aftur á ævina eftir 20 ár, hvað myndir þú vilja að fólk myndi um þig?

Hverjum eða hverju langar þig að þjóna?

Ef þú gætir breytt einu í heiminum, hvað væri það?

Leave a comment