Háskólar standa frammi fyrir miklum breytingum.
Nemendur geta látið gervigreindina hjálpað sér mikið í námi, bæði við að semja ritgerðir og við að lesa bækurnar og lesa í þær hvað er mikilvægast.
Hvað á þá háskólakennarinn að leggja áherslu á? Hvernig getur kennarinn hjálpað nemanum að vaxa og efla getu hans?
Það þarf samvinnu milli manns og gervigreindar í háskólanámi eins og í öllu öðru. því hvort sem þetta er okkur að geði eða ekki þá stýrir tæknin framvindunni og við reynum bara að hanga í henni, fylgjast með og vonandi móta og hafa einhver áhrif.
Kennarinn:
- spyrja réttu spurninganna – hvað raunverulega skiptir máli? Hvert er raunverulega vandamálið o.s.frv.
- efla gagnrýni og ígrundun
- efla umræður
- efla siðferðisvitund og láta nemendur meta siðferðisgildi – hvað er siðlegt og hvað ekki o.s.frv.
- skapa tengsl og efla
- leita að merkingu, að finna tilgang, af hverju þetta og af hverju hitt og af hverju skiptir þetta máli? hvernig skiptir þetta þig persónulega máli og aðra
- skapa eitthvað nýtt úr þekkingu sem allir hafa aðgang að
Háskólar munu setja sér reglur um notkun AI.
Þau munu þurfa að bjóða upp á nám í AI og notkun þess, s.s. skapandi AI notkun, gagnagreining og gervigreindarrannsóknir og siðfræði tækni.
Minna um ritgerðir, meira um hagnýta verkþróun: Nemendur munu þurfa að sýna ferli og hugsun, ekki bara lokaafurð sem AI gæti skrifað.
Aðlögunarhæfni verður lykilatriði: Prófanir gætu verið með samtölum við AI sem metur rök, innsýn og spurningar — frekar en bara rétt svör.
AI greining á frammistöðu: Nemendur fá stöðuga endurgjöf í rauntíma, byggða m.a. á AI.
Al studdar námsbrautir og nám allt lífið – það er komið til að vera!
Kennsluaðferðir? t.d. meira um: Einstaklingsmiðaðra nám, fyrirlestar þar sem AL tekur saman, kennslustundir snúast um umræður, vandamála-verkefni sem hópar þurfa að leysa, meira um ,design” thinking” hvað sem það þýðir (hef óljósa hugmynd)
Orð sem munu aukast í verkefnum ,,samkennd, nýsköpun, lausnamiðuð hugsun, sjálfsvitund, gagnrýni, þverfaglegt verkefnanám, AL sem aðstoðarmaður í náminu, hringborðsumræður, vellíðan, sjálfsþroski, seigla, samfélagstenging og ábyrgð. Mig langar að bæta við – góðmennska, kærleikur og ást, tilgangur merking og lífsgleði 🙂
Kennslan framtíðarinnar verður ekki byggð á að miðla staðreyndum,
heldur á að virkja mannlega innsýn í samstarfi við greindarvélar.
Háskólinn verður æfingasvæði í sköpun, tengslum og siðferðilegri hugsun.
Gervigreind mun ekki leysa háskólanám af hólmi, heldur umbreyta því. Nemendur og kennarar sem læra að vinna með AI, í stað þess að forðast hana, munu hafa yfirburði.



