Barbara Fredrickson segir að ást er ástand sem kviknar í samskiptum þegar við upplifum
1) gagnkvæma jákvæða tilfinningu
2) Gagnkvæma athygli
3) Samstilling líkamans (hjörtu fara að slá í takt, andadráttur, augnsamband).
Ást er ekki varanleg tilfinning, hún fer og kemur eins og allar tilfinningar. Ást er ekki bara að finna sálufélagann sinn (sem eingöngu 50% mannkyns segjast finna). 30% heimila í dag á Íslandi – eru heimili þar sem einn einstaklingur býr. Sjáum kærleika hér og þar í hversdeginum. Njóttu þess. Eins og segir í lagi ,,love is all around”. Grípum tækifærin 🙂
Í bókinni Love 2.0: Finding Happiness and Health in Moments of Connection eftir Barbara Fredrickson (2013) talar hún einmitt um að ást sé ekki bara rómantísk eða bundin við „sálufélaga“ — heldur lífeðlisfræðilegt og sálrænt ástand sem getur kviknað í hversdagslegum samskiptum þegar við tengjumst öðrum í jákvæðum tilfinningum og gagnkvæmri athygli.

Hún kallar þetta “micro-moments of love” – örstutt augnablik tengsla sem skipta sköpum fyrir vellíðan, heilsu og félagslega tengingu.
1. Bros milli ókunnugra! augnablik gagnkvæm hlýja
- Bros milli ókunnugra. Augnabliks gagnkvæm hlýja
- Notarleg stund á kaffihúsi með einhverjum
- Að virkilega hlusta, vera til staðar, fyrir einhvern – og finna að tenging verður til
- Leika við barn eða gæludýr
- Samhljómur í kór, í hópi, í íþróttum (biological synchrony)
- Að hjálpa einhverjum eða fá hjálp og finna tengingu í samkennd
Þetta gerist jafnvel við ókunnuga — ekki bara í ástarsamböndum eða fjölskyldu. Hún segir að ást sé „það sem stækkar hjartað“ bókstaflega og myndlíkingarlega, og að við getum æft okkur í að opna fyrir fleiri slík augnablik daglega.














