Áður var litið svo á að árangur mældist fyrst og fremst í framleiðni, skilvirkni, árangursmælingum, rekstraruppgjöri og hagnaði. Þetta voru „hörðu málin“ – þau sem töldust skipta mestu máli. Gleði, bros, góðverk, hlátur, stemning og menning voru aftur á móti flokkuð sem „mjúku málin“ – ágætis viðbót, en ekki talin merkilegust. Bara vinna, vinna, vinna. Vinna er dyggð, og maður átti að finna flæði með því að gera. Hamingjan átti þá að koma að innan, ekki satt? Sáttin við að gera sitt. Já – en bíddu aðeins.
Það skiptir okkur líka máli að finna tilgang, eiga vini í vinnunni eða að minnsta kosti eiga góð samskipti, tilheyra og vinna við það sem við erum sæmilega góð í.
Við viljum jafnframt fá ögrandi verkefni, svo við höldum áfram að þroskast og vaxa í hlutverkum okkar, ekki of erfið, ekki of létt, passlega. Geta sökkt okkur í spennandi verkefni án utanaðkomandi truflana þegar við erum í flæði.
Í ljós hefur komið s.l. áratugi, að það eru samskiptin, liðsheildin, öflug teymi og hugmyndavinna, traust og gott andrúmsloft og velferð starfsmanna er í fyrirrúmi, þar skapast mesti fjárhagslegi ávinningurinn (.
Það eru sem sagt, mjúku málin – sem skipta mestum hagnaði, mesti framleiðni og skilvirni. Með öðrum orðum, undirstaða árangurs er að vellíðan starfsfólk.
Vellíðan starfsfólk eru hörðu málin.
Fræðsla fyrir starfsfólk um styrkleika, seiglu, vaxandi hugarfar, tengsl, virðingu, samkennd og traust getur verið mjög verðmæt inngrip. Hún skapar gleði, samvinnu og traust, fækka veikindadögum og stuðlar að stöðugleika. Hamingja, hlátur og góðverk eru smitandi – þau dreifast hratt, en vara stutt. Þess vegna er þetta viðhaldsvinna.
Áður var talið að góður stjórnandi þyrfti að geta séð langt fram í tímann – til næsta árs, næstu fimm eða tíu ára og rekið áfram fólkið með harðri hendi. Í dag er hlutverk leiðtoga að halda jafnvægi í síbreytilegum heimi, lesa í aðstæður og bregðast við af skynsemi, dómgreind og hlýju. Leiðtogi framtíðarinnar þarf félagsfærni og yfirvegun, ekki aðeins skipulag og hagnaðarsjónarmið. Unga fólkið (z kynslóðin sem er núna ný á vinnumarkaðnum) krefjast líka meira af atvinnulífinu enn áður þekktist (Tomorrowmind, Martin Seligman og Gabriella Rosen Kellerman (2024)
Leiðtoginn þarf að skapa menningu þar sem fólki líður vel og langar að gera vel. Að byggja seiglu, von og traust. Við lærum hraðar þegar okkur líður vel – en þegar okkur líður illa, lærum við oft ekkert, eða lærum eitthvað slæmt (Positivity, Barbara Friedricsen 2012). Þá reynum við að komast undan, jafnvel sljógvar það siðferðisvitið.
Mjúku málin eru ekki hliðarveruleiki. Þegar okkur líður illa leitum við frekar til lækna, lendum frekar í átökum og álag eykst í samfélagið. Það er fjárhagslega dýrt fyrir samfélagið að vansæld og vantraust sé drifkrafturinn.
Freki karlinn – hann virkar til skamms tíma. Ef stjórnað er af ótta, með alræði og valdboði, fylgst með starfsfólki með smásjá, tekið sjálfstæði og sjálfræði til vinnu (til dæmis ekki treyst fyrir að ráða hvenær og hvernig við gerum hlutina) þá koðnum við niður og teljum dagana til sumarfrís eða eftirlauna. Mennskan er tekin af okkur, við upplifum okkur hol að innan. Svona stjórnun drepur sköpun, traust og veldur sundrungu og þreytu.
Haldið þið að slíkur hugsunarháttur skapi mesta framleiðni? Jú, kannski í blóðugu stríði, í þágu skammtímaárangurs. En ef gengið er á þá orku of lengi verður hún skaðleg, eyðileggjandi og dýrkeypt. Kulnun, vantraust, minna siðferðisþrek, uppgjöf – er það sem þá getur blasað við. Vel þekkt er að sjálfsvíg eru algeng meðal fyrrum hermanna. Holir að innan (https://pmc.ncbi.nlm.nih.gov/articles/PMC3407917/)
Leikskólastarf og grunnskólastarf, eru því hörðu málin, svo foreldrar komist í vinnu. Að bjóða,,góðan daginn” og senda hvort öðru ósk um ,,vertu heil og sæl” – að eiga kaffisamsæti og eiga vin í vinnunni eykur helgun, sálrænt öryggi og tryggð við vinnustaðinn. Þar sem traust og samvinna ríkja fækka fjarvistum og starfsmannavelta minnkar. „Betur sjá augu en auga“ – vel samsett teymi finna betri lausnir fyrir fleiri.
Það er sem betur fer ekki orðinn lúxus að hitta annað fólk í raunheimum og eiga samskipti. Covid kenndi okkur að „facetíma“ – en nú lifum við bæði í skýjunum og í raunheimum. Margir vinna heima hluta úr degi, og því er enn mikilvægara að vinnustaðir haldi utan um andlega líðan, tengsl og samveru. Halda upp á árangur, hrósa því sem vel er gert og skapa stemningu.
Það erfiðasta á vinnustað, og í lífinu, eru erfið samskipti. Þau valda fjárhagstapi, streitu og leiðindum og þessi andskoti dreyfir sér.
Erfiðara er að byggja upp traust þar sem ríkir vantraust, en að skrifa rekstraráætlun. Miklu erfiðara að skapa jákvæða menningu og viðhalda henni, heldur enn að búa til nýtt skipurit.
Jákvæð leiðtogafræði hjálpar okkur að skilja árangur betur og virkja það besta í einstaklingum og hópum. Jákvæð sálfræði, markþjálfun og hamingjufræði eiga hér samleið – þær geta verið leiðarljós og verkfæri.
„Soft skills drive hard results,“ segja Kim Cameron, Amy Edmondson og Daniel Goleman (kennimenn jákvæðrar leiðtogafærni).
Það mannlega: að sjá hvert annað, heyra, virða, hvetja og fá að njóta sín – er undirstaða heilbrigðs vinnustaðar og heilbrigðra einstaklinga. Að fá að vera virkur, nýta styrkleika sína, sjá árangur vinnu sinnar og tilheyra liðsheild og fá svigrúm til að læra, gera mistök og bæta sig – þetta eru mestu verðmætin.
Kynnast t.d. gegnum styrkleika hvers annars er frábær vörn gegn sóun á mannkostum.
Félagsfærni – að þekkja sjálfan sig, setja mörk, gleðjast með öðrum, læra af þeim bestu, efla tengsl og traust, vilja gera betur – þetta er ekki aukaefni heldur kjarni velferðar og árangurs. Og þetta eru hæfnisþættir sem við getum lært.
Leiðtogafræði í dag snýst ekki lengur bara um árangur – heldur um að skapa aðstæður þar sem fólk getur dafnað.
Leiðtogafærni framtíðarinnar þurfa hugrekki og mannúð, efla seiglu, sköpun og von meðal sinna starfsmanna, í heimi sem jaðrar við að tortíma sér sé ekki gripið í taumana.
Svo erum við jú öll öll leiðtogar í eigin lífi
Hér er skemmtilegt viðtal við nágranna afa míns heitins (Pálmi Eyjólfsson, Hvolsvelli). Þarna voru grannar og vinir. Enn auðvitað þarf að taka á málum auðvitað eins og allstaðar. Afi leysti ákveðið vandamál með því að semja ljóð og nota húmor. Fékk svar til baka, líka í formi ljóðs. Tengslin urðu dýpri, eftirminnilegri, skemmtilegri. Og ekkert verið að koma sér undan erfiðum átakamálum!
https://www.facebook.com/watch/?v=575275173585360&extid=MSG-UNK-UNK-UNK-IOS_GK0T-GK1C&ref=sharing




