Rannsóknir í yfir 50 löndum benda til þess að sex grunnþættir móti hvernig okkur líður í vinnunni skv rannsókn í Oxford:
- Þróun og öryggi: Tækifæri til vaxtar, framgangs og starfsöryggis
- Samskipti og tengsl: Stuðningsrík og góð tengsl við yfirmenn og samstarfsfólk
- Sjálfstæði og sveigjanleiki: Að hafa stjórn á því hvenær, hvar og hvernig við vinnum
- Fjölbreytni og uppfylling: Áhugaverð og krefjandi verkefni sem nýta hæfni okkar
- Laun og kjör: Sanngjörn laun og aðgangur að þeim réttindum sem skapa stöðugleika
- Áhætta, heilsa og öryggi: Líkamlegt og andlegt öryggi á vinnustað
Af þessum þáttum eru tengsl einstaklega mikilvæg fyrir vellíðan starfsfólks — jafnvel mikilvægari en laun!
Ef þú vilt að starfsfólkið þitt sé ánægðara í vinnunni, þá er besta leiðin til þess að rækta tilfinningu starfsmanna fyrir að tilheyra, skapa traust og láta fólkið finna fyrir stuðningi.
Sjá heimild:
Og hér er gott myndband með okkar konu Laurie Santos í Yale háskólanum 🙂




