
Við lifum á krefjandi tímum – erum eins og ein á kajak að stjórnast af aðstæðum, þurfum að lesa hratt í aðstæður, bregðast hratt og yfirvegað við – halda coolinu – ef þetta er rétt – þá þurfum við að endurskilgreina hvernig við viljum lifa og hvernig við viljum tengjast!
Tengjast sjálfum okkur, öðru fólki og umheiminum!!! já hvernig við förum með hnöttinn líka!
Þegar nútíminn ýtir undir óöryggi, þá hvetur hann okkur líka til að skapa örugga menningu.
Þegar vantraust er ríkjandi, þá skapar það tækifæri til að efla gagnsæi, festu og heiðarleika.
Þegar samskiptaörðugleikar aukast, þá kallar það á færni í virkum hlustun og forvitni í stað varnar.
Þegar skortur á inngildingu veldur sársauka, þá verður okkar verkefni að búa til pláss fyrir ólíkar raddir, ólíkar lífsreynslur og ólíkar leiðir að hamingju.
Vinnustaður er vettvangur þar sem fólki tekst annaðhvort að blómstra eða visna – og sjálfsumhyggja er ekki luxus, heldur nauðsynlegur! því við erum fólk – ekki vélar – við þurfum að hlúa að okkur, setja mörk, vera í samskiptum, hlægja og sjá björtu hlíðarnar – og við sjáum þær ekki nema staldra við.
Að byggja upp seiglu – þýðir að taka inn jákvæðar stundir, jákvæðar tilfinningar – sem oftast – og þannig byggja upp grunn – eigin auðlynd, til að takast á við erfiða daga – og um leið og það birtir til aftur (já, þetta líður hjá – allt er breytingum undiropið) þá verðum við að geta gripið það og notið. Því það eru sko ekki alltaf jólin!!
