Að eldast, hvernig getur jákvæð sálfræði hjálpað?

Í dag er vitað að félagslegi þátturinn hefur mikið að segja um vellíðan og hamingju og það á líka við um efri árin. Nú má því leggja áherslu á samtal um seiglu, þroska, aðlögun, tengsl og tilgang – fyrir þau okkar sem viljum eldast farsællega.

Sögulega séð var talað um að farsæl öldrun væri aðallega að hafa líkamlegan kraft og halda sjálfstæði.

Enn í dag viljum við skilgreina það víðar. Við þurfum að viðurkenna áskoranir og tækfærin sem fylgja því að eldast. Farsæl öldrun snýst ekki eingöngu um að halda sjúkdómum frá og góða líkamlega virkni. Það passa ekki allir í það mótið og hvað þá?

Við meigum alveg skapa rými fyrir fjölbreytileikan. Viðurkenna og fagna þeirri dýpt og ríkidæmi sem heldur áfram, jafnvel þrátt fyrir og jafnvel oft vegna þeirra áskorana sem öldrunin færir okkur.

Því þurfum við líka að ræða seiglu, tilfinningalegan roska og aðlögunarhæfni.

Færum athyglina frá veikleikum yfir í styrkleika.

Setjum tilfinningalegan, félagslegan og andlegan þroska á sama stall og líkamleg og viðræn heilsa.

Getum við haldið áfram að lifa í gleði, ást, bjartsýni og ekki síst, tilgangi?? alveg fram til dauðadags?

Já ef þú tileinkar þér heilbrigðan lífsstíl, ræktar félagslegar tengingar og heldur jákvæðu viðhorfi!

Lykilþættir:

  1. Heilbrigður lífsstíll; Hreyfing, styrkur, liðleiki, svefn, næring
  2. Vitræn heilsa og virkni: Lestur, þrautir, ganga í náttúrunni og spjalla við nýjan félaga, dansa og tefla
  3. Félagsleg tengsl: Einmannaleiki er áskorun með aldrinum fyrir marga. Mikilvægt að efla tengsl við fjölskyldu, vini og samfélag. Búum til ný tækifæri!
  4. Núvitund og tilfinningalíf: Seigla, sjálfsumhyggja, tilgangur og hugleiðsla styðja við tilfinningalega heilsu. Dagbók, endurlit – geta hjálpað
  5. Andleg næring: Þakklæti, samfélag, bæn, núvitund 🙂
  6. Fjárhagslegt öryggi: Stöðug fjármál eru stór þáttur í farsællri öldrun

Aðferðir úr jákvæðri sálfræði sem geta hjálpað – inngrip:

  1. Styrkleikamiðuð nálgun
  2. Þakklæti og jákvæðni
  3. Vaxtarhugarfar
  4. Tilfinningaleg seigla
  5. Tilgangur og merking
  6. Núvitund og þakklæti (eykur seiglu og bætir líðan)
  7. Sjálfboðaliðastarf, leiðsögn (mentoring styður merkingu og tilgang)
  8. Leita uppi húmor, bjartsýni og von
  9. * það þarf að finna jafnvægi milli bjartsýni og raunhæfni

Viðhorf skiptir sköpum – þau móta upplifunina sjálfa. Neikvætt viðhorf eykur líkur á einangrun og minni tilgangi, sem getur hraðað vitrænni og tilfinningalegri hnignun.

Viðhorf – verður að hegðun. hegðun verður að vana. Vani verður að lífsstíl og lífsstefnu – hvort sem hún leiðir til vaxtar eða stöðnunar.

Jákvætt viðhorf eykur lífsgæði og lífslíkur.

Tillögur að bókum:

1️⃣ The Power of Positive Aging — David Alan Lereah
Um andlegt og tilfinningalegt jafnvægi, núvitund og seiglu í öldrun.

2️⃣ Being Mortal — Atul Gawande
Frábær bók sem varpar ljósi á merkingu, reisn og lífsstíl í lok ævinnar.

3️⃣ Successful Aging — Daniel Levitin
Byggð á nýjustu taugarannsóknum. Brýtur niður goðsagnir um öldrun og sýnir hve mikil möguleg þróun á sér stað á efri árum.

4️⃣ The Ten Steps of Positive Ageing — Guy Robertson
Hagnýt og styrkjandi bók sem brýtur upp neikvæðar hugmyndir um öldrun.

Loka skilaboð: Að eldast þarf ekki að snúast um tap eða hnignun. Lífið getur verið uppfullt af gleði, merkingu og virkni alveg til loka. Getum við ekki blómstrað, þrátt fyrir áskoranir og óumflýjanlega þætti lífsins? Fögnum visku, tækifærum og dýrð lífsins!

Stytt og staðfært – enn þetta er heimildin: https://positivepsychology.com/positive-aging/

Áhugaverð myndbönd:

Meira:

https://positivepsychology.com/?s=aging

Leave a comment