Kintsugi: Fegurð hins brotna, tákn lífsins

Kínverskt máltæki – sem snýr að því að konungur sendi brotinn vasa í viðgerð og hann var settur saman með málmi og steypu og þá fóru fram fegrunaraðgerðir – þar sem brotin voru betur sett saman með gulli – og þá varð til þetta fegurð hins ófullkomna, forgengileiki og spor tímans – að slit, brot eða viðgerð – er ekki merki um galla, heldur merki um líf: Kintsugi

Mushini – er að taka lífinu bara eins og það er, klístrað, samþykkja breytingar og halda jafnvægi í óvissu. Lífið er óvissa, skemmdir eru ekki bilin, óvissa og áföll eru hluti af tilverunni.

Mono no aware

Þetta er djúp japönsk hugmynd sem má þýða að lífið er brothætt, tíminn líður og við með og það sem er viðkvæmt – hjálpar okkur að sjá þetta mannlega, er sammannleg sameiginleg reynsla. Hlýja, mannúð, samúð, næmni fyrir forgengileika.

Endurfæðing, áfallaþroski, seigla, endurfæðing og sjálfsumhyggja.

Krísa og bati – það sem fer upp, fer niður. Það sem fer niður, fer svo upp.

Kintsugi kennir okkur að það sem hefur brotnað verður ekki minna virði – heldur meira, þegar sagan er sýnd með mildi.

Ef kintsugi er heilun þá er yobitsugi endur-sköpun. Yobitsugi –

Yobitsugi er ekki ,,ég er brotin og er löguð” heldur ég er að umbreytast og verða að einhverju nýju.

Listmeðferðaræfing: Bútar sem komu annarsstaðar frá.

  1. Teiknaðu (eða ímyndaðu þér) brotið í lífi þínu
    – eitthvað sem vantar enn
  2. Spyrðu:
    • Hvaðan kom hjálpin / styrkurinn?
    • Var það:
      • manneskja?
      • hugmynd?
      • list?
      • nýtt hlutverk?
  3. Lýstu þessum „bút“:
    • annar litur
    • önnur áferð
    • önnur orka

„Þessi hluti er ekki eins og hinn – og þess vegna heldur hann mér saman.“


Andaðu inn.
Hugsaðu um eitthvað sem brotnaði.

Andaðu út.
Hugsaðu um eitthvað sem kom utan frá
og hjálpaði þér áfram.

Segðu við sjálfa/n þig:
„Ég má vera samsett úr ólíkum hlutum.“

Leave a comment