Við erum hluti af þessari náttúru, við erum dýr, tengslaverur. Við erum stundum árangursmiðuð, enn það þarf ekki alltaf að laga lífið heldur bara vera í því – stundum blómstrum við .. stundum þurfum við næði til að hvíla og byggja okkur upp. Þú þarft ekki að laga lífið, þarft bara að vera í því.
Gott að hvíla bara og þurfa ekki alltaf lausn
Gott að hvíla bara, þurfum ekki alltaf lausn
Gott að hvíla bara, þurfum ekki alltaf að vera sterk
Gott að hvíla bara, skiljum stundum ekki allt… bíddu aðeins við, dokaður smá við… skýringin kemur til þín … gefðu þessu tíma, gefðu þér tíma … sittu með tilfinningunni, leyfðu henni að vera og treystu .. að hún breytist.
Sumt er líka þannig, að þú nýtur þess ekki nema í kyrrð….


Bók fyrir þá sem reyna mikið, sem elska of heitt eða finna sársauka þegar lífið fer ekki eftir plani. Hægðu á þér, þjáning þýðir ekki að þú hafir brugðist. Þú þjáist af því þú ert mannleg vera, manneskja, mannlegt að finna til. Mótlæti er ekki persónulegt, ekki halda það séu skilaboð um að þú sért ekki nóg, ekki berja þig niður þegar outlain fara út um gluggann. Lífið er ekki prof, þú fellur ekki, lífið er ferli.
Anda, allt er eins og það á að vera, við skiljum ekki allt, eigum ekki heldur að skilja allt – viltu vita hvernig lífið þitt verður ef þú gætir spurt glerkúlu sem viss allt? Viltu raunverulega heyra öll svörin? heyrir kannski það sem þú vilt heyra, enn heyrir kannski ekki það sem þú vilt heyra. Svo vertu bara til, sjáðu veröldina eins og hún er, ekki eins og þér finnst hún eiga að vera.
Viðbrögð annarra, segja meira um þeirra innra líf, heldur enn þitt verðmæti. Dæmi um sár í samskiptum, höfnun, misskilning eða kulda, segir ekkert um þitt verðmæti.

Lífið fer ekki eins og þú ætlaðir, sumt bara klárast, hrynur, gengur ekki upp, ekki út af þér. Stundum gerist eitthvað af því að aðrar leiðir hefðu ekki leitt þig heim til þín sjálfs. Stundum þarf eitthvað til að skapa rými sem þú áttir keki von á og sjáist ekki strax.

