Ísland er í 9 sæti skv. hamingjumælingum OECD. Okkur gengur betur í þeim tölum en í Eurovison 🙂
Hamingjusömustu löndin og í þessari röð: Ástralía (þriðja árið í röð), Svíþjóð, Kanada, Noregur, Sviss, Bandaríkin, Danmörk, Holland, Ísland, Bretland
Sjá: http://www.visir.is/islendingar-niunda-hamingjusamasta-thjodin/article/2013130529149
sjá nánar: http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland/
En þar segir í lauslegri þýðingu:
Ánægja: Íslendingar eru ánægðari með líf sitt að meðaltal heldur en aðrar þjóðir innan OECD skv. samantekt. 87% íslendinga segja að þau upplifa meira af jákvæðum tilfinningum (t.d. hvíld, stolt, ánægja) heldur en neikvæðum (sársauki, áhyggjur , sorg, leiðindi) en að jafnaði á það við um 80% íbúa þjóða innan OECD.
Fjármál: Vissulega kaupa peningar ekki hamingjuna. En tekjur skipta þó máli t.d. til að geta keypt sér þægindi og jafnvel lífsgæði. Meðaltekjur íslenskra heimila eru að jafnaði vel undir meðaltali hjá OECD löndunum. Skv. mælingunum eru tekjur okkar á kvarðanum sem þeir nota 3,1, en eru t.d. 3,5 í Finnlandi, 3,9 í Danmörku, 5,1 í Frakklandi, 5,5 í Hollandi og Bretlandi og 7,8 í Sviss. Með mestar meðaltekjur eru USA, eða með 10 á kvarðanum.
Lífslíkur: Lífslíkur á Íslandi eru 82 ár. Lífslíkur kvenna eru 84 ár samanborið við 81 árs fyrir karlmenn. Lífslíkur í öðrum OECD löndum, eru í meðaltali 80 ár.
Virkni og þátttaka: Á Íslandi er sterk tilfinning fyrir því að tilheyra samfélagi. T.d. telja 98% íslendinga sig hafa fólk í kringum sig sem það getur leitað til í erfiðleikum. Það á hins vegar við um 90% hjá öðrum þjóðum. Þátttaka í síðustu kosningum hér á landi var með því mesta sem gerist innan OECD landanna, eða 85% þátttaka hér á móti að 72% að jafnaði hjá OECD.
Lofts- og vatnsgæði: Það er mengun í loftinu, en minni hér en að jafnaði meðal OECD þjóða. Mælist 10mg hér, mengun yfir 16 mg skemmir lungu en mengun í OECD er 21 mg. Íslendingar eru ánægðir með vatnið sem þeir drekka. 97% svarenda á Íslandi eru ánægðir með vatnið sitt, en að meðaltali á það við um 84% svarenda annarra OECD þjóða.
Menntun: 67% á Íslandi hafa lokið framhaldsskóla eða sambærilegri menntun, 66% karlar og 67% kvenna. Meðaltalið skv. samantektinni er 74%. Mælingar á kunnáttu í lestri, stærðfræði og vísindum, mælist í Pisa ,,kvörðum” 501 stig á Íslandi, 497 stig að jafnaði í OECD. Stelpur skora 13 stigum hærra en strákar á Íslandi, en í OECD munar hins vegar minna milli kynjanna, eða 9 stigum.
Atvinnuþátttaka: 79% á aldrinum 15-64 ára eru í launaðri vinnu. Að meðaltali í OECD er þátttakan á atvinnumarkaðnum hins vegar 66%. 81% karlmanna eru í launaðri vinnu og 77% kvenna. Meðaltal segir að Íslendingur vinni 1732 tíma á ári sem er minna en að jafnaði hjá OECD eða 1. 776.
Inn á síðunni er einnig hægt að sjá flotta samantekt á þessum kvörðum sem sýnir hvar við stöndum að jafnaði og hvaða lönd mælast betur eða verr í þessum lífsgæðum og jafnvel bera saman löndin – til að hjálpa okkur að velja hvar er best að dvelja?!