Alþjóðlegi hamingjudagurinn 20 mars. Universiti Saint Malaysian

Ég tók að mér að tala á Alþjóðlega Hamingjudeginum 20 mars í Háskólanum Í Kualar Lumpur í streymi.

Svo fór að líða að deginum.

Ég var þá stödd í Washington og tímamunurinn milli landanna enn óhagstæðari. Ekki var það til að létta málið að nú stefndi í að við Jóhannes færum að fljúga heim eftir spítaladvöl, og jafnvel á sama degi, þ.e. 20 mars. Ég vildi ekki hætta við en sá ekki alveg hvernig ég ætti að fá þetta heim og saman. Þá stakk vinkona mín Professor Intan Hashim uppá því að ég tæki bara upp smá vídeó sem þau myndu nota í lok málþingsins frekar en að tala ,,live”. Hún bað mig að svara spurningunni hvernig og hvort jákvæð sálfræði hefði hjálpað mér á þessum tíma þegar ég var óttaslegnust vegna alvarlegra veikinda sonarins. Mér fannst þetta spennandi spurning og ögrandi en var líka hrædd að svara henni, en lét vaða. Svo ég skellti í smá vídeó og gerði glærur.

Núna á ég þetta til minjar og það er bara mjög gott.

Hvaða verkfæri maður grípur til þegar allt er strand og manni finnst lífið eintóm Esjuganga, eða bara Mont Everest ganga? Mín verkfæri voru að fá góða ættingja og vini út til okkar 🙂, svo leita í smiðju bæna og fyrirbæna, öndunaræfinga, Qi gong og Yoga nidra, verða fyrir innblæstri af náttúru vorsins, leita uppi fegurð og síðast en ekki síst, það sem var óvæntast, það var að þiggja orð, ráð og elskusemi mér algjörlega óskylds fólks, hvort sem það var starfsfólk sjúkrahúsins, eða í leigubílum milli staða, ógleymanlegar ,,sitters” úti sem sátu við rúmið hans til aðstoðar á 12 tíma vöktum – fólk allastaðar að úr heiminum með allskonar sögur í farteskinu s.s. eigin sjúkralegu eða ættingja, lifa af stríð og flýja til USA. Það var ógleymanlegt og var mér innblástur. Þarna var ekkert neitt ,,small talk” í gangi. Svo er ameríkönum einhvern veginn í blóð borið að vera síhvetjandi og elskulegir. Og nú var Intan mín að deila þessu myndbandi á sinni síðu. Lífið krakkar mínir, lífið 🥰. Það er það að frétta af syninum að hann er á mjög góðri siglingu, allt gengur að óskum og framfarir eru með hverjum deginum, fyrst og fremst Broca svæðið sem skaddaðist. Þetta er langhlaup, ekki spretthlaup 🙂. Hann verður á Grensás fram á haust. Þakklæti fyrir hann er efst í huga.Takk aftur fyrir allar spurningarnar og umhyggju, stuðninginn og það dýrmætasta – að vera bara til staðar. Takk takk kæru vinir og ættingjar 🥰 Hér er svo myndbandið fyrir áhugasama:

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s