Þegar þú hugsar til baka í vikunni – getur verið að þú hafir sýnt af þér aðra hegðun þegar þér leið vel heldur en dagana sem þér leið verr?
Broad and build kenning Barbara Fredricsen byggir á þessari hugmynd.
Kenning hennar gengur útá það, að þegar þér líður vel, uppfull/uppfullur af jákvæðum tilfinningum, þá kemur þú öðruvísi fram, þú ert hugmyndaríkari í samskiptum, lausnamiðaðri, opnari, vinalegri. Þetta er sem sagt auðlind sem gefur og gefur :-). Þú verður bjartsýnni og nærð frekar markmiðum þínum.
Kenningin byggir á því sem sagt að jákvæðar tilfinningar geri miklu meira heldur en bara að skapa okkur hamingjustund, gleði og ánægju á tilteknum augnablikum, þegar við erum að upplifa þær. Nei jákvæðar tilfinningar víkka út okkar hegðunarmunstur. Meðvitundin stækkar, við erum frekar til í ,,leik”, frekar til í uppgötvum og erum spenntari/forvitnari fyrir lífinu, tilbúnari – meiri líkur á að við tökum skynsamlegar og farsællar ákvarðanir.
Gott lesefni: https://positivepsychology.com/broaden-build-theory/

