Félagslegir töfrar er þegar manneskjur hittast, ekki búið að ákveða hvað skal ræða eða gert, heldur bara vera.
Getur verið að hitta fólk á förnum vegi.
Getur gerst í veislu.
Getur gerst á opinberum stöðum, kaffihúsi eða á námskeiði í kaffihléinu.
Gerðist hér forðum í biðröðum og frímínútum áður en allir fóru bara í símana.
Að bara vera, vera saman! og eitthvað óvænt getur gerst 🙂
Er tæknin og snjallið að ræna frá okkur slíkum stundum? er hallærislegt að vera ekki bara hrifinn af tækninni?
Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og kennari í HÍ er að rannsaka þetta, félagslega töfra. Hann segir eitthvað á þessa leið:
Eru öll samskipti í dag að færast yfir í snjalltæki? þessa tilfinningu að við meigum ekki missa af neinu… og svo eru snjalltækin að halda okkur dægradvöl eða kvöl og neyslumenningu
Þessi snjall- samskipti veita okkur ekki sömu nánd og hefðbundin mannleg samskipti gera.
,,Það hefur kvarnast mikið úr sameiginlegum snertiflötum okkar í nærumhverfinu,“ segir hann.
Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og hún er ekki viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var.
Tæknilausnirnar eru saklausar einar og sér, en þegar þær safnist saman hafi það áhrif því þá kvarnist úr félagslegum tengslum okkar við aðra. Hver getur til dæmis andmælt því að samfélagsmiðlar hafi tekið yfir líf okkar? Það er engin tilviljun að sjö af tíu verðmætustu fyrirtækjum heims starfi á vettvangi tækni og fjölmiðlunar – og þau stjórna lífi okkar að miklu meira leyti en flest okkar gera sér grein fyrir. Í stað þess að hittast og koma saman eigum við samskipti á netinu. Og það sem verra er; þessi samskipti eru á forsendum stórfyrirtækjanna, sem vilja að við tölum saman á netinu þannig að þau geti fylgst með hegðun okkar og grætt meira á okkur. Það kostar að eiga samskipti í gegnum tæknimiðlana.“
Frábært viðtal hér við Dr. Viðar Halldórsson https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/18/fleiri_og_fleiri_einmana_og_utanveltu
Hér er líka góð grein: https://www.theguardian.com/technology/2015/aug/10/internet-of-things-predictable-people
Hér er minningargrein um félagslega töfra:


[…] Félagslegir töfrar! […]