Félagslegir töfrar!

Félagslegir töfrar er þegar manneskjur hittast, ekki búið að ákveða hvað skal ræða eða gert, heldur bara vera.

Getur verið að hitta fólk á förnum vegi.

Getur gerst í veislu.

Getur gerst á opinberum stöðum, kaffihúsi eða á námskeiði í kaffihléinu.

Gerðist hér forðum í biðröðum og frímínútum áður en allir fóru bara í símana.

Að bara vera, vera saman! og eitthvað óvænt getur gerst 🙂

Er tæknin og snjallið að ræna frá okkur slíkum stundum? er hallærislegt að vera ekki bara hrifinn af tækninni?

Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og kennari í HÍ er að rannsaka þetta, félagslega töfra. Hann segir eitthvað á þessa leið:

Eru öll samskipti í dag að færast yfir í snjalltæki? þessa tilfinningu að við meigum ekki missa af neinu… og svo eru snjalltækin að halda okkur dægradvöl eða kvöl og neyslumenningu

Þessi snjall- sam­skipti veita okk­ur ekki sömu nánd og hefðbund­in mann­leg sam­skipti gera.

,,Það hef­ur kvarn­ast mikið úr sam­eig­in­leg­um snerti­flöt­um okk­ar í nærum­hverf­inu,“ seg­ir hann. 

Tækn­in er búin að taka yfir sam­fé­lagið og hún er ekki viðbót við það sem fyr­ir var. Hún umbreyt­ir öllu sem fyr­ir var.

Tækni­lausn­irn­ar eru sak­laus­ar ein­ar og sér, en þegar þær safn­ist sam­an hafi það áhrif því þá kvarn­ist úr fé­lags­leg­um tengsl­um okk­ar við aðra. Hver get­ur til dæm­is and­mælt því að sam­fé­lags­miðlar hafi tekið yfir líf okk­ar? Það er eng­in til­vilj­un að sjö af tíu verðmæt­ustu fyr­ir­tækj­um heims starfi á vett­vangi tækni og fjöl­miðlun­ar – og þau stjórna lífi okk­ar að miklu meira leyti en flest okk­ar gera sér grein fyr­ir. Í stað þess að hitt­ast og koma sam­an eig­um við sam­skipti á net­inu. Og það sem verra er; þessi sam­skipti eru á for­send­um stór­fyr­ir­tækj­anna, sem vilja að við töl­um sam­an á net­inu þannig að þau geti fylgst með hegðun okk­ar og grætt meira á okk­ur. Það kost­ar að eiga sam­skipti í gegn­um tækni­miðlana.“

Frábært viðtal hér við Dr. Viðar Halldórsson https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/18/fleiri_og_fleiri_einmana_og_utanveltu

Hér er líka góð grein: https://www.theguardian.com/technology/2015/aug/10/internet-of-things-predictable-people

Hér er minningargrein um félagslega töfra:

One comment

Leave a reply to Félagslegir töfrar – Hamingjuvísir Cancel reply