Hvað ertu eiginlega gömul?
Kannast þú við þessa spurningu?
Kannski erum við með sálrænan aldur, þ.e. hvað höfum við reynt, kannski erum við með veikt líffæri sem er þá ,,eldri” en önnur líffæri, kannski erum við með mis ,,gömul” líffæri eftir því í hverju við höfum lent eða upphaflega í erfiðum. Kannki er það að miða eingöngu við hvaða dag við erum fædd, að segja miklu minna um okkur, en við héldum? Kannski getum við sem erum miðaldra lært af unga fólkinu en það getur líka lært af okkur. Með aldrinum förum við meira að hugsa í heildarmyndinni, einblínum minna á smáatriði. Við fyllum betur út í ,,línurnar” í lífinu, tengjum saman, fáum aukinn skilning og visku. Unga fólkið hugsar hraðar og vinnur kannski á meiri hraða, en við með aldrinum sjáum betur heildarmyndina og erum víðsýnni og vonandi yfirvegaðri. Við fáum aukinn skilning og ró, höfum jafnvel meiri tíma (eins og það hljómar samt sérkennilega).
Hvernig lífi við höfum lifað, markar auðvitað okkur og við erum því ekki endilega á sama aldri og næsti nágranni fæddur á sama ári.
Við sem erum núna miðaldra, okkur býðst nú að fara aftur í skóla. Læra á okkur sjálf og lífið, sjá lífið okkar í nýju ljósi og horfa tilbúnari til framtíðar. Er það ekki stórkostlegt! Að við förum aftur í skóla! 🙂 það finnst það kannski ekki öllum aðlaðandi og margir með erfiðar tilfinningar gagnvart skólum, enn við erum sum alltaf spennt fyrir að læra eitthvað nýtt í skólum 🙂
Við getum skilgreint okkur út frá aldri, en við getum líka skilgreint okkur út frá öðru. Nú erum við farin að skilja að það er ekki alltaf viðeigandi að skilgreina fólk út frá því kyni sem það fæddist í. Kannski á svipað við um aldur. Lifrin í þér getur verið lífræðilega eldri en hjartað þitt.
Það virðist vera að milli 45 til 50 ára eru margir að hugsa (meðalta/global tölur) ,,er þetta bara lífið” og fara í gegnum kannski smá andlega krísu. En skv. rannsóknum eykst hamingjan eftir 50 ára, mikil fegurð í því að hamingja eykst oft með aldrinum þar til við missum heilsuna alvarlega. Við lærum að sleppa því sem hentar okkur ekki, erum fljótari að átta okkur á því hvað skiptir máli og hvað ekki, hvað hentar okkur og hvað ekki. Verum ekki hrædd, við erum áhrifaríkari en við innst inni höldum – hér er stórkostleg tilvitnun:

Það er tilhneiging til að andlega heilsa batni með árunum. Það er kannski af því við höfum ,,meiri tíma”, minna álag og stress, minni væntingar, frá umheiminum og okkur sjálfum. En kannski er það líka hreinilega líka þroski og vöxtur. Aukin sjálfsþekking og reynsla – höfum reynt allkonar. Eins og bara ,,æi ég nenni ekki að taka þessu og hinu persónulega” o.s.frv. Einmannakennd, að ekki tilheyra, biturleiki því hlutir fóru ekki eins og við vildum – þetta getur dregið okkur niður, en flestir upplifa betri andlega heilsu en á yngri árum 🙂
Hugsaðu um heilsuna þína, hreyfðu þig, settu svefn í forgang og gott mataræði, finndu félaga til að deila áhyggjum, sorgum og gleði með, haltu í vinahópana þína og búðu til nýja, til að fara í gegnum þetta tímabil með.
Vertu alltaf að takast á við eitthvað nýtt í lífinu, vertu alltaf byrjandi í einhverju. Hvort sem það er tungumálanám eða nám i jóga eða hvað sem er. Vertu byrjandi í einhverju. Það hjálpar okkur að eldast vel. Forvitni og að vera opinn fyrir einhverju nýju – er í fylgni við langt og gott líf!!

Hér er áhugavert efni: https://chipconley.com/ og hér er bók til að lesa:
