Seigla

Seigla er það sama og þrautsegja.

Að halda áfram þótt á móti blási.

Stundum þarf maður að sleikja sárin áður enn maður nær sér, ná sér, hugsið um það, maður þarf að ná sér (ná í skottið á sjálfum sér).

Seigla er að gefast ekki upp,

halda áfram að reyna að hafa áhrif á útkomuna,

leita nýrra leiða til að bæta líðan,

sýna hugrekki, sýna frumkvæði, nýta sér tengsl sín, halda í von, efla kraftinn sinn og láta ekki slá sig út af laginu.

Seiglu er hægt að efla og það er eftirsóknarvert, hjálpar í lífinu, leik og starfi.

Nokkrir molar:

  1. Tilfinningaleg seigla. Það er seigla að halda jafnvægi, það er til tilfinningaleg seigla. Halda í jafnaðargeðið og hlaupa ekki undan sjálfum sér. Til að efla andlega seiglu hjálpar að hlúa að andlegu lífi, hugleiða, hreyfa sig, fara með bænir, ganga, hitta vini og ættingja og fagaðila.
  2. Vitsmunaleg seigla: Það er seigla að vera jákvæður og bjartsýnn. Það er hægt að efla þetta, kynna sér vaxandi viðhorf og staðnað. Það er hægt að leita ráða, sýna sveigjanleika, vera tilbúin að sjá hlutina eins og þeir eru, líka sjá þá eins og þig langar og sjá hlutina í nýju ljósi. Það er hægt að vinna með hlutina, smækka verkefnin niður, útdeila þeim, gera skipulag, leita sér ráðgjafar og læra af þeim sem hafa náð árangri. Það er til app sem heitir HEIMA sem hjálpar fólki að skipta á milli sín heimilisverkum sem dæmi. má nálgast HEIMA appið á App Store  og  Google Play.
  3. Tengsl: Það felst mikil seigla í tengslum. Að viðhalda tengslum, eiga kunningsskap og vináttu úr hinum ýmsu tímabilum lífs síns. Það er seigla að kalla hóp og vin/kunningja saman og viðhalda tengslunum, búa til gönguhóp, saumaklúbb, bjóða heim o.s.frv.. Það er líka seigla að eiga gott með samskipti, kynnast nýju fólki og halda vináttu við fólk úr fortíðinni.
  4. Sterk sjálfsmynd og sjálfstraust. Það er seigla að hafa trú á sér og treysta sér í ýmislegt!
  5. Markmið: Það hjálpar að hafa stefnu. Framtíðarsýn. Setja sér viðráðanleg spennandi markmið og fyrir vikuna og fara yfir :-). Það er seigla að hafa framtíðarsýn, sjá fyrir sér eitthvað gott og fallegt að stefna að.

Seigla er hæfni að láta ekki ógnanir, áföll og erfiðleika í lífinu buga sig.

Það er hægt að efla eigin seiglu. Og við höfum mismunandi seiglu, tegund seiglu, lærum í bernsku verkfæri. Getum bætt í. Fer eftir aðstæðum, hvernig við erum, hverja við umgöngumst og hverja við setjum traust okkar á.

Erfið reynsla getur eflt seiglu og aukið persónulegan þroska. Þú átt þá auðveldara með að setja þig í spor annarra, myndar öðruvísi tengsl og sterkari.

En það sem aðgreinir fólk sem býr yfir mikillri seiglu frá öðrum, er að þeir skynja verkefnin frekar sem áskorun frekar en erfiðleika eða ógnir og forðast ekki krefjandi verkefni.

Að þróa með sér seiglu er forvörn.

Við fæðumst með mis mikla seiglu. En við getum aukið eigin seiglu, þjálfum hana með lífsreynslunni, með því að þekkja mörk sjálfra þín, þora, vera hugrökk/rakkur, verða fyrir innblæstri frá öðum og reyna að vera alltaf að læra eitthvað nýtt.

Seigla er að leggja sig fram um að vera bjartsýn/nn og jákvæður, sýna kjark, bíta stundum á jaxlinn og halda áfram. Gera það sem þarf til að færa sig nær ljósinu, reyna að sjá og einblína á ljósið fyrir endann á göngunum. Sjá ný tækifæri, nýjar leiðir.

Það er seigla að halda áfram að fara á fætur á morgnanna, búa um rúmið, halda rútínu, þótt erfið tíð sé. Oft er einmitt seiglan í litlu hlutunum.

Svo er að nýta sér allskonar skipulag, gera verkefnalista, áætlanir, haka svo við, fylgjast með árangri.

Áfram veginn, ekki gefast upp, þú veist aldrei hvað getur leynst á bak við næsta horn.

Hægt er að taka seiglupróf til að sjá hvaða tegund seiglu maður notar mest og hvaða seiglu minnst, til að auka sjálfsþekkingu og fá hugmyndir að styrkingu.

Og svo er hægt að koma til mín á námskeið!!! Næsta námskeið hefst 6. september. Held líka námskeið hjá endurmenntun HA. Og hægt að koma í einkatíma, nota markþjálfun og vinnu- og félagssálfræði auk jákvæðrar sálfræði!

Hlakka til að sjá þig!

Hrefna Guðmundsdóttir

hrefnagudmunds@simnet.is

s: 867 4115

Meira hér:

Leave a comment