HA! eigum við að æfa okkur í jákvæðum tilfinningum?

Jákvæðar tilfinningar eru hollar og góðar fyrir huga okkar og hjarta, já beinlínis hollar fyrir líkama okkar. Ást, kærleikur, róar æða og taugakerfið. Hver kannast ekki við að þegar einhver sem okkur þykir vænt um kemur á erfiðum eða góðum stundum og okkur líður allt í einu betur?
Þetta er okkur jafn mikilvægt og næringarríkir ávextir og grænmeti.

Það er ekki leiðinlegt að æfa sig í jákvæðum tilfinningum! Lesa brandara, hlægja yfir mynd, horfa á eitthvað fallegt, faðma lítið barn, klappa gæludýri o.s.frv. Það er mjög spennandi æfing að læra á sjálfan sig betur með þvi að taka eftir því hvað gleður okkur og hvað skiptir okkur máli.

Skoðum hér nokkur dæmi um jákvæðar tilfinningar og gaumgæfum vel virkni þeirra, í hvaða aðstæðum þær skapast gjarnan og hvernig þær láta okkur líða. Sniðugt væri að velja eina eða tvær tilfinningar sem þú ætlar að æfa í þessari viku :-).

  1. Gleði (Hamingja, gleði, léttleiki, ánægja)
    • hitta vini, hlægja, skemmta sér, hittast, hitta dýr eða barn
  2. Þakklæti
    • taka eftir því sem einhver gerir fyrir mig, telja upp hvað ég er þakklát fyrir, halda þakklætisdagbók, þakka fyrir góða loftið, sólsetrið, sólarlagið, norðurljósin, vatnið okkar, vini, mat okkar, sturtuna, sundið, ættingja, dýrin, fjöllin o.s.frv. Upplifa sig heppin, að eiga aðra að, að hafa það kannski ekki svo slæmt
  3. Friður (kyrrð, ró)
    • Hlusta á klassíska tónlist, jazz, söng, kór,hugleiðslutónlist, náttúruhljóð – hlusta í 5 mínútur á hverjum degi eða korter fyrir svefninn
  4. Ástríða, áhugi
    • Finna þegar þú upplifir áhuga, ert að gera eitthvað uppáhalds, hitta einhvern uppáhalds, lesa/hlusta/horfa á eitthvað uppáhalds. Æfa eitthvað sem þú elskar, gera eitthvað sem þú elskar að gera
  5. Von (óska, búast við góðum hlutum)
    • Trúa, vona það besta, sjá fyrir sér það besta, búast við góða. Biðja. Gera eitthvað táknrænt
  6. Stolt, (fullnægja, sátt, öryggi, afreka)
    • Þegar ég vanda mig, þegar ég er einbeitt, þegar ég uppsker, þegar ég fæ verðlaun, þegar einhver hrósar mér, þegar tekið er eftir því sem ég geri, þegar ég geri mitt besta, líka í því sem ég er ekki góð í. Þegar ég baka eða elda eða gera eitthvað fyrir aðra
  7. Skemmtun (hlegið, húmor, fyndið, skemmtilegt, fjör, kjánalegt)
    • Lesa, horfa, hlutsa og hlægja, tína tímanum því eitthvað er svo fyndið, óvænt, öðruvísi, fáránlegt, lesa brandara, segja brandara, segja einn brandara á dag eða lesa upphátt fyrir einhvern eitthvað mjög pínlegt og fyndið
  8. Innblástur (sköpun, upplífgandi)
    • Sjá, gera, finna, hlusta, horfa, skoða, upplifa
  9. Undrun (undrast, eitthvað er stærra en ég sjálf(ur))
    • Horfa á norðurljósin, himininn, sólarlagið, skýin, stjörnurnar, pláneturnar, tunglið
  10. Elska
    • Gera eitthvað gott, gleðja, gleðjast með, þiggja, sýna umhyggju, gera eitthvað gott fyrir einhvern nafnlaust, vera góð/ur við einhvern
  11. ELSKAR (elskuð, samúðarfull, umhyggjusöm, góð)
    • Gera eitthvað gott, Að gera eitthvað gott fyrir einhvern nafnlaust, sýna umhyggju

Varð fyrir innblæstri af þessu: https://kidshealth.org/en/teens/positive-worksheet.html

og sjá líka meira hér:

Leave a comment