Von

Hvað er von?

Von er tilfinning. Jákvætt hugarástand. Þar býr tilfinning um framvindu.

Þegar maður missir vonina er mikilvægt að tala og hitta fólk, fá hugmyndir, ráð og dáð. Læra af öðrum, fá aðstoð fagaðila að hugsa hlutina með nýjum hætti, opna á aðrar leiðir, þekkja hvað er mögulegt í kerfinu og fá einhvern með manni að taka fyrstu skrefin.

Von er áætlun um leiðir, von er að vinna að markmiðum.

Von er um að skoða möguleika, að velja, að taka ákvörðn, getur verið að skipta um ferðalag ef of stór hindrun er fyrir augum.

Sjáðu þessa mynd, fyrir neðan skiltið um að stoppa og engin undankomuleið, jah.. vex þá ekki nema bara smá tré, víðir, við rætur skiltist, þrátt fyrir steypu og steinsteypu!!! 🙂

Það er ekki til það sem ekki rætist úr, alltaf að trúa því að gott geti gerst 🙂 ráð frá ömmu og afa!

Óskin: Hvað langar þig, hvað finnst þér spennandi, hvað týnir þú tímanum við að gera? hvað er framkvæmanlegt núna til að nálgast óskina? Skrifaðu niður 3-6 orð

Hugsanleg niðurstaða: Hver er ávinningurinn? sjáðu hann fyrir þér …. skrifaðu svo niður 3-6 orð

Leiðir: Skrifaðu niður þrjár leiðir að hverju markmiði.

Hindranir: Hvaða hindranir eru á veginum? skrifaðu eins margar og þér dettur í hug.

Lifðu bara eftir leiðunum 🙂 það eru alltaf hindranir….getur skrifað niður líka ,,ef” .. ef þetta gengur ekki, hvert væri plan b?

Bara taka eitt skref! Eitt skref. Þannig gerast hlutirnir. Eitt skref.. í einu.

Hvernig borðarðu fíl? Bara einn bita í einu.

Virkni, trú á getu okkar til að framkvæma, láta hlutina gerast, hafðu traust á getu, markmiðunum, traust til að takast á við hið óþekkta (þú hefur áður komist yfir hindranir!), trú á að maður getur lagt sig fram til að hafa áhrif á niðurstöðuna.

Náðu í sjálfstraustið!!! lestu þetta yfir oft!!

  • Ég næ flestum markmiðum mínum
  • Þegar ég stend frammi fyrir erfiðum verkefnum, er ég viss um að ég muni ná þeim
  • Yfirleitt get ég náð árangri í því sem skiptir mig miklu máli
  • Ég trúi því ég geti náð árangri þegar ég sýni viðleitni
  • Ég mun sigrast á mörgum áskorunum með fínum árangri
  • Ég ræð við erfitt og krefjandi og mismunandi verkefni
  • Í samanburði við annað fólk þá get ég unnið flest verkefni mjög vel

Meira lesefni – sjá hér að neðan

Von

Leave a comment