Geðrækt á aðventunni – Heimildin bað um viðtal

Hér er viðtalið í hlekk og líka fyrir neðan, nema hér fyrir neðan bæti ég örfáum setningum við – rými blaðsins stytti innihaldið 😊

https://heimildin.is/blod/heimildin/79/lesa/#page=61

Góð samskipti og að vera í kringum sitt fólk sem manni líður vel með eykur hamingjuna. En þetta er líka tími sem reynir á og hér skulu gefin nokkur ráð.

Hamingjan er eitthvað sem væntanlega allir þrá. Hrefna Guðmundsdóttir vinnusálfræðingur, sem hefur auk þess sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, segir að hamingja á Íslandi sé mæld í hverjum mánuði og að einhvern hafi komið fram að margir væru upp á sitt besta í desember. ,,Ég held að stór hluti þess að vera hamingjusamur tengist því að eiga góð samskipti og vera í kringum fólkið sitt, þá sem maður þekkir og líður vel með. Þannig að stór hluti af því að okkur líður vel í desember er samvera og hafa líka svigrúm að staldra við.

Auk venjubundinna venja, gera jú dálítið það sama á hverju ári og með öðru fólki, lyfta upp andanum, að gleðja hvert annað, gefa og þiggja er ánægjulegt í sjálfum sér.

Svo er annað sem einungis er numið í kyrrð og ró.

Er ekki stórkostlegt að manneskjan hafi þróað með sér að halda hátíð, einmitt þegar það er stormur í fangið, bylur í andlitið, frostkalt og myrkur lungan úr sólarhringnum! Sigur mannsandans segi ég nú bara! Gleymum því ekki að þetta er tíminn sem birtan sigrar myrkrið. Bókstaflega! Og við undirbúum okkur með því að líta inn á við, endurheimta trú, von og kærleik, endurnýja kraftinn, horfa svo bein í baki og björt fram í nýtt ár, hefja nýtt ár bein í baki!

Hrefna er með ýmis góð ráð í huga um hvernig megi auka hamingju í desember. ,,Desember er stórkostlegur mánuður. Fólk þjappast saman, gleðst saman, skreytir og gefur. Við gerum góðverk í desember og erum gjarnan einstaklega elskuleg og hjálpleg. Það er haldin vinnustaðagleði. Við eldum góðan mat. Erum með okkar allra nánustu. Hlustum á fagra tónlist. Njótum menningar og lista og mátt orðsins. Og síðast enn ekki síst hækkar sól á lofti og við fáum að takast á við tímamót. Hvað ætli nýtt ár muni gefa okkur? Og gleymum því ekki að mörg af fegurstu listaverkum heimsins voru sköpuð guði til dýrðar. Njótum þeirra.

Þó þetta sé tími siða og venja, skulum við líka gera eitthvað nýtt, fjölskyldur breytast, sumir fara og aðrir koma og við þurfum að búa til nýja siði. Allar hugsanlegar tilfinningar koma upp á þessum tíma s.s. þakklæti, gleði, sorg og söknuður, væntingar og vonbrigði. Þessi sósa af tilfinningum og hugsunum er allavega ekki ládeyða. Einmitt, fullt af góðu efni í sjónvarpinu yfir hátíðarnar!

Hrefna segist ráðleggja þeim sem líður illa að vera góð við einhvern, jafnvel ekki síst ókunnuga. Það er upplagt að hefja samtal við ókunnuga í desember, bara þar sem tækifæri gefst; Í biðröð, úti á stoppistöð, í sundi eða í búðinni. Stutt spjall gerir mikið og eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Við virðumst þurfa erfiða daga til að njóa góðu daganna.

Ef þér finnst þig vanta fólk í kringum þig, skoðaðu þá fyrir árið 2025 hvar tækifæri eru til að kynnast nýju fólki og gefa af þér. Skipuleggja félagsstarf, skrá þig á námskeið eða í klúbb, búa til leshóp? Við erum hvert og eitt eins og jurt, við þurfum bara að læra hvernig jurt við erum. Þurfum við daglega vökvun eða einu sinni í viku? Þurfum við að vera við sólarglugga eða í skjóli? Í mold eða sendnum jarðvegi? Hvernig tegund af næringu o.s.frv.? Við erum eins og náttúran, við erum náttúran, og við erum ekki alltaf upp á okkar besta.

Leita í náttúruna

Sumir klást við skammdegisþunglyndi. Hrefna segir að í þessu sambandi sé gott að tengjast náttúrunni, svo sem fara út að ganga um hverfið og gæti korter gert mikið, fara á græn svæði svo sem þegar það er bjartast ef hægt er, fylgjast með dýralífinu, gefa fuglunum, taka ljósmyndir, skoða stjörnurnar og norðurljósin. Báu til engla í snjónum. Safna greinum og könglum. Fara jafnvel út og leita að krumma.

Hrefna bendir á að gleði og vellíðan sé smitandi ,,Ef viðkomandi nær góðum tengslum við innri ró og sjálfan sig þá smitar það út frá sér. Það skiptir máli að hitta aðra og gleðjast og við verðum fyrir innblæstri af gleði og spenningi barnanna, við höfum einhvern tímann verið börn, verum undir áhrifum af þeim. Getur þú glatt einmanna eða leitt barn í kringum þig?»

*

Leave a comment