Höfundur ókunnur.
Þótt ég sé látinn
harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt
ykkar tár snerti mig og kvelur,
því látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur.
Og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu
Þetta er ég að ,,fá að láni/stela”, facebook status Þorgríms Þráinsson um jól 2024, bæði ljóðið og myndin!

