- Segðu oftar ,,nei”
- Taktu þér pásu frá samfélagsmiðlum
- Settu í dagatalið þitt í hverri viku tima sem er bara fyrir þig eina/einn
- Byrjaðu daginn á því að segja eitthvað fallegt við sjálfa þig eða bara einfaldlega segja ,,já” við deginum
- Farðu í leikfimi
- Gerðu minna og meira bara vera
- Gerðu góðverk og taktu eftir góðverkum, jafnvel safna úrklippum og setja á ísskápinn
- Fáðu yfirsýn yfir fjármálin
- Lærðu eitthvað nýtt … eitthvað sem þig hefur langað að læra lengi
- Eyddu tíma með vinum og fjölskyldu
- Taktu fleirri ljósmyndir af fjölskyldunni
- Slepptu síma meðan er verið að borða
- Taktu eftir góðu stundunum .. láttu ekki lífið þjóta hjá
- Heyrðu í gömlum vini
- Taktu ljósmyndir af því sem gleður þig
- Vertu með þakklætisdagbók sem þú skrifar reglulega í
- Farðu út að ganga, korter gerir fullt! taktu eftir umhverfinu, fólki, fuglum, hundum, köttum, himninum, jurtum … bara vera og horfa og finna og hlusta
- Ef þú stendur í leiðindum innan fjölskyldu eða við vini – fyrirgefðu …
- Drekktu meira vatn
- Prófaðu nýtt í leikfimi – dans/lyfta/skíði/skauta/ganga/ hvað sem er!
- Mundu að hrósa vinum og ættingjum
- Þakkaðu fyrir líkamann þinn!
- Ekki setja of mikið á dagskrá…
- Skipulagðu einn skáp öðru hverju…
- Finndu eitthvað að gera sem vini finnst líka gaman að gera og gerið saman!
- Æfðu 30 mínútur lágmark 3x í viku
- Fáðu þér göngu oftar inn í skógi og meðfram vatni, læk eða sjó eða bara vera utandyra 🙂
- Lærðu hvernig þú breytir einu áhugamáli inn í að fá innkomu tengt því
- Farðu í smá helgarferðir, stuttar og lengri, hingað og þangað
- Búðu til playlista á Spotify sem lyftir andanum – notar þegar verður dapur/döpur
- Gerðu smá meira í hobbíinu þínu – gætir þú fengið pening út úr því einhvern tímann? ef svo er, gerðu smá plan…
- Hugleiddu – … það er magnað fyrirbæri
- Haltu vel utan um uppskriftir af góðum og heilbrigðum mat
- Haltu vel utan um uppskriftir að góðum kvöldum eða góðum degi
- Dragðu úr áfengisneyslu
- Borðaðu grænmeti

- Borgaðu sjálfri þér fyrst, svo öðrum
- Lestu meira, skrollaðu minna
- Haltu dagbók – gott að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum og líka skrifaðu niður mjög nákvæmlega góðar stundir – gott að eiga þegar koma erfiðir dagar

- Hugsaðu vel um þig, settu það í forgang
- bjóddu ókunnugum góðan daginn, já talaði við ókunnuga, það gleður og gleður þig sjálfan/sjálfa
- Borðaðu prótein
- Hugsaðu um blómin þín og hugaðu að garðinum þínum (ef átt)

- Hlusta meira … tala minna
- Settu þér fjárhagsmarkmið
- Prófaðu nýtt í leikfimi – dans/lyfta/skíði/skauta/ganga/ hvað sem er!
- Mundu að hrósa vinum og ættingjum
- Svefn er aðalatriðið maður!
- Fyrirgefðu eins og þú getur…
- Gerðu to do lista …
- Byrjaðu að blogga!
- Hvaða mannkosti ætlar þú að nota á árinu? geturðu dregið þá meira fram (getur tekið styrkleikapróf t.d. hér er eitt: https://hamingjuvisir.com/2022/09/25/styrkleikar/
- Heyrðu í gömlum vini
- skipulegðu samverustundir með góðu fólki og glöðu
úps…. varð lengri listi enn bara 25 hugmyndir……….
