Hér er slóðin – efst upp í vinstra horni stendur ,,velja tungumál” og þarna velur þú íslensku og ,,vola”! Þar með þýðist öll heimasíðan af google translate yfir á íslensku eða það tungumál sem þú velur. En þegar þú skráir þig inn – ertu beðin um að búa til lykilorð sem þú ætlar að muna og þar þarftu að velja það tungumál sem þú vilt taka prófið á – því þá færðu prófið á réttu tungumáli og þar er prófið þýtt af fagfólki (ekki bara google translate).
Þú þarft að skrá þig svo inn (log in) – gefur upp upplýsingar um þig svona þetta hefðbundna, kyn og email og nafn og fleira – velur þér svo lykilorð. Í stað upplýsinganna um þig þá færðu að taka prófið ókeypis. Að taka prófið tekur um korter. Þarna velur þú aftur tungumál og gættu vel að því að þú veljir hér íslensku – því þá ferðu inn á próf sem er ekki þýtt af google translate, heldur af löggiltum þýðendum og er staðlað fyrir okkur.
Svör þín á þessum prófum vistast sjálfkrafa. Þú getur því alltaf skoðað niðurstöðurnar. Og ef þér leiðist að taka prófið – tekur þú bara pásu og ferð svo inn aftur og þá hafa svörin þín vistast og þú getur haldið áfram þar sem frá var horfið.
Ég fékk styrk frá Embætti Landlæknis til að þýða hið þekkta og mikið rannsakaða VIA Strength styrkleikaprófið. Það þurfti síðan að fara í hendur miklu fleiri, enda meiri vinna en ég taldi í byrjun t.d. sviðsstjóra Embættis Landlæknis og nemendahóps hjá Endurmenntun í jákvæðri sálfræði. En þetta allt er aukaatriði. Aðalatriðið er að nú er hægt að taka þetta próf Á ÍSLENSKU 🙂
Það er skemmst frá því að segja að ég hef verið að nota þetta á námskeiðum, þegar ég kenni yngsta hópnum vill reyndar til að um 20% þeirra velja að taka það á ensku því þú skilja ensku hugtökin betur. Pælið í því!
Hér getur þú lesið meira um þetta próf https://hrefnagudmundsdottir.wordpress.com/2015/01/22/mannkostir/
Um er að ræða 24 styrkleikar sem verið er að mæla – út frá 6 yfirflokkum. Það er sjálfsagt að koma í einkatíma til mín til að rýna betur í niðurstöðurnar og skoða nýjar leiðir til að nýta styrkleikana – það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vellíðan eykst við að finna nýjar leiðir við að nýta styrkleikana. Að nota styrkleika sína skapar framfarir og meiri vellíðan – eykur sjálfsþekkingu og er ein leiðin til aukinnar hamingju.
