Ástarsorg

Er hægt að deyja úr ástarsorg?

Ástarsorg er kannski svona erfið af því hún byggist á höfnun. Þér er hafnað. Einhver hættir að elska þig, vill ekki hafa þig lengur í lífi sínu. Ígrundaðu hvort sorgin þín, sé af því þú elskar viðkomandi eða af því höfnun er bara svo sár? Kannski er sem sagt höfnunin sem er svona sár, ekki endilega að ástin hafi verið svona djúp og stór.

Í ástarsorg er best að vera góður við einhvern. Sinna einhverjum sem þarf aðstoð, hjálp. Vertu góður við einhvern. Það linar smá þjáninguna á meðan. Af því að þegar þú verður fyrir ástarsorg ertu með ást í hjartanu sem þú veist ekki hvar þú átt að gera við, hvar þú átt að setja hana. Nýttu hana. Nýttu hana til einhvers sem þarf á því að halda.

Já, það er oft stutt milli andláts maka. Gæti verið vegna sorgar, ástarsorgar. Sorg hefur lífræðileg áhrif. Svo ekki sé talað um þá sem taka eigið líf af ástarsorg. Sem betur fer ná flestir sér af ástarsorg að lokum.

Gjarnan er sagt að fyrsta ástarsorgin sé svo erfið, af því við erum ung og óreynd og höfum óraunhæfar vonir og væntingar. Höfnun er alltaf sár, með því erfiðasta sem manneskjn glímir við. En sem betur fer, bíða ný ævintýri á næsta leiti, fyrr en þig grunar. Gefðu þér bara smá svigrúm, elskaðu líka sjálfa þig – aldrei gleyma því. Þú ert mikilvægasta manneskjan í þínu lífi.

Hei, hér eru fínar pælingar:

https://www.heilsutorg.is/is/frettir/5-breytingar-sem-likaminn-fer-i-gegnum-eftir-astarsorg-hverjar-eru-breytingarnar-og-hvernig-er-best-ad-eiga-vid-thaer-

https://www.mbl.is/smartland/samskipti/2018/11/12/sjo_stig_tilfinninga_folks_i_astarsorg/

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s