Er ekki léttir að barnið þitt er flutt að heiman? ikke??

Nei, er það ekki raunin?

Á ensku er til fyrirbæri sem heitir ,,Empty nest syndrom”. Þ.e. þær tilfinningalegu lægðir sem fylgja því að barn þarf ekki lengur á þér að halda með sama hætti og áður var.

Einkenni:

 • sorg
 • depurð
 • einmannakennd
 • vanlíðan
 • áhyggjur
 • kvíði

Og svo er gjarnan á sama tíma eitthvað af neðanreindu að gerast að auki í lífinu:

 • starfslok eða breytingar í atvinnulífinu
 • tíðahvörf – breytingarskeiðið
 • andlát maka eða einhvers náins
 • veikindi

Hvað erum við að tala um hérna?

Jú, að ef þú hefur byggt þína sjálfsmynd og tilgang að stóru leiti að því að ala upp barn/börnin þín, skapa því öryggi og gott heimili þá er þetta auðvitað miklar breytingar í lífinu og sjálfsmyndin þarf að breytast. Eitt af þínum stóru verkefnum í lífinu er að breytast og þú varst ekki tilbúin/nn.

Þetta er algengara meðal mæðra en feðra, þetta er enn algengara hjá konum með kannski lítið sjálfstraust og sjálfstraustið var í gegnum þetta hlutverk uppeldis, heimilis og öryggis.

Tilfinningar eins og að upplifa ráðaleysi, upplifa sig einskis virði, óvissa um framtíðina eða upplifa sig hafa fátt að gera, er eitt einkennið.

Kannski varstu ekki tilbúin eða upplifir enga löngun í breytingar?

Kannski er hjónabandið ekki eins og það átti að vera á þessum tímamótum, kannski óstöðugt eða ófullnægjandi.

Kannski treystir þú ekki barninu þínu til að standa á eigin fótum. Ekki viltu samt vera ,,þroskaþjófur” og taka frá barninu þínu tækifærið að taka ákvarðanir fyrir sig og prófa sig áfram? Við þroskumst við að fá að prófa okkur áfram, reka okkur á, allt í lagi að ræða málin en allar ákvarðanir eru einstaklingsins sjálfs, líka þíns barns.

Hvað er til ráða?

 • berðu þig upp við einhvern í kringum þig sem er að upplifa svipað – sumir geta ekki skilið hvað þú átt við og deila ekki þessari reynslu – heyrðu þá betur í hinum sem skilja…
 • viðurkenndu sorg þína, þetta er mikil breyting og þú ert áttavillt(ur)
 • gefðu þér tíma til að laga þig að breytingum, ekki gera of miklar breytingar hratt.
 • ekki gera of miklar kröfur á þig.
 • haltu dagbók eða finndu frið í bænum, hugleiddu, er núna rétti tíminn að fara á núvitundarnámskeið eða í eitthvað mannræktarstarf?
 • þróaðu nýja tegund af samskiptum við barnið þitt
 • settu þér raunhæf markmið og sinntu áhugamálum
 • búðu til lista yfir það sem þú ,,ætlarðir” alltaf einu sinni að gera. Að því loknu ertu með plan!! En hafðu raunhæf markmið, byrjaðu á einu í einu 🙂
 • er kominn tími á endurmenntun eða einhverjar breytingar í starfi sem gæti gefið þér tækifæri að sökkva tönnunum í eitthvað nýtt? (ágætt að byrja t.d. á einhverju námskeiði, frekar en skrá þig í mjög krefjandi 3ja ára nám nema að vel ígrunduðu máli)
 • farðu á námskeið sem þig hefur alltaf langað á, leirkeranámskeið? söngnámskeið, dans o.s.frv.
 • farðu í eitthvað félag og áhugamannahóp svo þú hittir reglulega nýtt fólk
 • hugaðu vel að heilsu þinni, hreyfðu þig reglulega (t.d. 30 daga áskorun, hreyfa sig 30 mínútur á dag utandyra) og borðaðu hollt. Gættu að svefninum
 • taka þátt í sjálfboðaliðastarfi?
 • helgisiðir eins og jarðarfarir, hjálpa okkur að sætta okkur við erfiðar breytingar, getur þú búið til eigin helgisiði til að hjálpa þér að viðurkenna tilfinningar þínar?
 • gróðursett tré, fáðu þér gæludýr, endurinnréttaðu gamla herbergi barnsins þíns

Gangi þér vel!

Endilega sendu mér hugmyndir að bæta hér inn eða athugsemdir á hrefnagudmunds@simnet.is, eða hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s