Mögnuð áhrif þakklætis, á líkama og sál – gott innlegg á ted.com. Merkilegt að jákvæðar tilfinningar eru gjarnan eins og vírus, smita áfram. T.d. hlátur, gleði – er smitandi. Og ekki bara það, heldur hafa jákvæð áhrif á líkamann, lækka blóðþrýsting ofl. Hér talar vísindakona um áhrif þakklætis í eigin lífi og lífi annarra (rannsóknir) – verandi greind með æxli í heila.
Á þessum degi, ætla ég líka að fá að senda út í cosmóið – mínu þakklæti. Fyrir akkurat 2 árum var syni mínum bjargað, á Inova spitala í Washington DC. Fyrir akkurat 2 árum, upp á dag. Hann hefur þurft að fara í fjórar heilaaðgerðir. Nú eru 2 ár síðan og sonur minn braggast mjög vel og lifir góðu lífi í dag 🙂 þökk sé mér algjörlega ókunnugu fólki, vel menntuðu og vel gefnu í USA – sem héldu honum og svo mér uppi – þessar 5 vikur sem við vorum þarna. Ég hef æ síðan séð kærleika með nýju ljósi, kærleikur ókunnugra, kærleikur jafnvel milli ókunnugs fólks – er ekki ómerkilegri en kærleikur milli fólks sem gjörþekkist. Og um þetta ræði ég einmitt í nýju bókinni okkar Intan, sem kom út fyrir 2 vikum í Kualar Lumpur, bókin ,,From Reykjavík to Penang, Stories of Love and Happiness” (2024).


https://www.ivybraintumorcenter.org/blog/power-of-gratitude/
https://www.ivybraintumorcenter.org/blog/power-of-gratitude/

https://www.ivybraintumorcenter.org/blog/power-of-gratitude/
The worry bus – hugleiðsla fyrir börn:
