Nokkrar góðar spurningar sem geta hjálpað okkur að takast á við öldugang vinnustaðarins – já tilfinningar og stemming er eins og sjórinn – sléttur, flatur, dauður, lifandi, brjálaður, hressandi o.s.frv. Hér færðu ráð og dáð og hugmyndir!
- Markvisst check in – 2 mínútur – með hverjum starfsmanni eða hópnum sínum (traust, liðsheild, helgun)
- Hvernig gengur? hvað gekk sérlega vel? hvað má gera betur? Hvað lærðir þú í dag? (traust, liðsheild, helgun)
- Hvað þarftu frá teyminu? vinnustaðnum? (traust/liðsheild/helgun)
- Gagnsæ samskipti – settu normið – segja hlutina ekki of seint – og sýna virðingu og stuðningi
- Ræktaðu forvitni – hvað býr a baki? (draga úr öfgum og pólun)
- Dragðu fram raddirnar sem segja minnst, jafnvel byrja fundi og samveru á að spyrja raddirnar sem heyrast minnst í fyrst (draga úr öfgum og pólun)
- Styðja við vaxandi hugarfar og gæta að og uppfræða ,,ekki allt eða ekkert” eða ,,annað/eða” – frekar ,,bæði/og,,
- Seigla og styrkleikar – hægt að þjálfa!
- Styrkja tengsl, vinátta á vinnustað skapar meiri helgun og gleði og fólk helst frekar í starfi
- Sjálfsumhyggja – s.s. slökun, núvitund, öndun í upphafi fundar – samstilling – allt sem hjálpar okkur að styðja við andlega heilsu – styrkir okkur – færri veikindadagar, betra skap, meiri stjórn á aðstæðum, léttara að forgangsraða.
- Efla þakklæti og von og bjartsýni – hægt að þjálfa!

