Það er til mikið af hugleiðslu öppum og síðum með hugleiðslu.
Núvitund getur snúið að andadrætti, sjá fyrir sér myndir, líkamsskönnun, sýna sér góðvild, fara með möntru, eða bara það að stoppa og staldra við… heyra hljóð, finna fyrir snertingu loftsins á húðinni, anda og bara vera. Bara gaman að prófa allskonar. Allt hjálpar þetta við að vera meira til staðar fyrir sjálfan sig, hjálpar manni að kyrra hugann og heyra í eigin hugsunum og bara slaka. Það skilar sér síðan í líkamann með betri heilsu.
Hér er t.d. nokkra mínútna ljómandi góð hugleiðsla:
https://www.youtube.com/watch?v=wfExlzLp3dA
Happ app-ið: https://www.happapp.is/
og hér: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/vellidan/happapp/
og hér er síða höfundarinar :https://www.andlegheilsa.is/happ-app
Núvitundarsetrið er með mikið af hugleiðslum á sinni heimasíðu og eru líka á Spotify:
https://www.nuvitundarsetrid.is/
Kyrrðar – Hugleiðslur – með yoga kennurum: https://www.kyrrdarjoga.is/hugleidslur
Svo er hér frábær síða með allskonar góðum ráðum og heitir Sterkari út í lífið og þar er að finna app, Hugarró með allskonar hugleiðslum https://sterkariutilifid.is/

Hlakka til að heyra þína reynslu – hvaða app eða síðu þú fannst og varst ánægð með 🙂
