Lífið er gott og verum þakklát!
Hér eru æfingar sem hafa þau áhrif að við verðum þakklátari og sjáum gjafir lífsins:
1) Skrifaður niður á hverjum degi þrennt nýtt sem þú ert þakklát(ur) fyrir. þetta mun hafa þau áhrif að þú tekur auðveldar eftir því sem er mikils virði
2) Skrifaðu niður nokkuð nákvæmlega eina góða minningu sem gerðist s.l. sólarhring. Þú endurlifir þar með gott andartak og það gefur þér kraft og gleði
3) Íhugaðu – hugleiðsla – núvitund – slökun – auðveldar þér verkefni dagsins
4) Hreyfðu þig – stattu upp frá skrifborðinu, taktu stigann frekar en lyftu, bjóddu öllum góðan daginn, fáðu þér göngu eftir göngum, jóga, ganga, hlaup, sund … hreyfing eflir andann!
5) Gerðu öðrum gott – sendu kveðju, þakklæti, hrós, hvatningu – út í heiminn 🙂
Hér er hressandi innlegg frá Shawn Achor frá 2011 á ted.com