Páskar 2013

Gleymum því ekki nú um páskana, að það sem veitir okkur mesta hamingju er yfirleitt ókeypis.

Samverustund með uppáhalds fólkinu. Vinum, fjölskyldu. Að vera þátttakandi í samfélaginu. Vera virkur. Geta hreyft sig og notið útivistar. Að takast á við áskoranir, að vera tilbúin að læra nýja hluti. Að upplifa eitthvað nýtt. Þetta eru allt saman þættir sem auka hamingju og hlúa að okkar velferð. Að auki: það að vera til staðar hér og nú, að upplifa fegurðina sem er allt í kringum okkur, og að þakka fyrir þá hluti sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum.

Verum örlát á okkur sjálf og tíma okkar segja fræðin um hamingjuna, finnum að það er gott að láta sér annt um annað fólk, gefa af sér og jafnvel gleðja aðra.

Gleðilega páska!

páskar

Leave a comment