1. Hvað varstu að gera í gær (ca hvern klukkutíma)
Mældu 1-10 gleði og hamingju/
Gaman/merkilegt/þess virði/hvað myndir þú vilja auka?
2. Hvað ertu hamingjusamur 1-10? hvað þarf til að hækka um 0,5?
3. Fyrir hvað er þú þakklátust/þakklátastur? nefndu þrennt, nýtt á hverjum
degi, eftir 3-4 daga tekur þú eftir fleiru sem þú ert þakklátur fyrir
4. Nefndu tvennt sem gleður þig – Nefndu tvennt sem þú ert stolt af
5. Hver gladdi þig s.l. viku/mánuð? Af hverju…
6. Skrifaðu niður mjög jákvæða nýlega minningu og vertu eins nákvæm og þú
getur. Þetta er þá minning sem þú átt enn skýrari ofan í skúffu og getur
gripið til, til að sækja í jákvæða tilfinningu.
7. Hvern hringir þú í ef þér líður illa eða vilt deila gleðifrétt?
Hver gefur þér kraft og orku, vellíðan og eitthvað að hugsa um?
– Þetta er fólkið sem skiptir mjög miklu máli
– Þekktu hvað gleður maka þinn eða vin/vinkonu og gerðu eitthvað í því 🙂
það styrkir sambandið
8. Stundum fara hlutirnir í lífinu ekki eins og maður hefði kosið. Rifjaðu
upp eitthvað slíkt dæmi úr þínu lífi sem þú gætir talið að hefur í
rauninni leitt af sér eitthvað gott
9. Lýstu fullkomnum degi, vertu eins nákvæmur og þú getur. Dagurinn á að vera
sæmilega raunsær. Hvaða vikudagur er þetta? með hverjum ert þú?
10. Hvað er á mínu valdi sem getur aukið hamingjuna á vinnustaðnum?
11. Virkni – hvar er tækifæri í þínu lífi til að taka meiri ábyrgð, vera
virkari?
12. Gerðu góðverk!
13. Hver í kringum þig er mjög hamingjusamur? Hvað getur þú lært af viðkomandi?
14. Styrkleikar – hverjir eru þínir styrkleikar? próf á netinu
http://www.authentichappiness.com
Nánar hér:https://hamingjuvisir.com/2013/04/13/mannkostir/
Notaðu styrkleikanna markvisst.
Vertu jákvæður í eigin garð, skrifaðu niður það sem gekk vel í dag og af hverju það gekk vel
Einbeittu þér ef hægt er að því jákvæða í lífinu (hugsa í lausnum)
Geymdu góðar stundir og rifjaðu þær upp! búðu til hamingjukassa, vinnumöppu, úrklippur
Taktu eftir því góða sem aðrir gera
Vertu þakklátur
Vertu virkur!
Finndu mörkin ,,hvað er nóg“
Hvaða breytur eru í mestri fylgni við hamingju?
Mikil fylgni við hamingju:
Þakklæti, bjartsýni, að vera í vinnu, að vera vel virkur kynferðislega, upplifa oft jákvæðar tilfinningar og sjálfstraust
Klárlega fylgni við hamingju:
Fjöldi vina, vera giftur, styrkja andann (religiousness), þátttaka í félagsstarf, heilsa, vera oft með öðrum, hafa sjálfstjórn
Lítil eða engin fylgni við hamingju:
* aldur, kyn, menntun, stétt, tekjur, að eiga barn, greind, vera fallegur