Mannkostir

Mannkostir – persónulegir styrkleikar – skv. jákvæðri sálfræði: Trúarbrögðin, heimspekin og nú jákvæð sálfræði virðast vera sammála um hvaða eiginleikar eiga að prýða eftirsóknarverða manneskju. Þessar dygðir getum við ræktað með okkur og börnunum okkar. Þetta eru eiginleikar sem virðast vera eftirsóknarverðir í bæði smáum og stærri samfélögum, bæði vestrænum og austrænum. Í jákvæðri sálfræði kallast þetta styrkleikar (human strengths). Helstu styrkleikarnir eru:

Viska: Forvitni, víðsýni, fróðleiksfýsn, sjónarhorn

Hugrekk: Vera heill, vera ófalskur, andlegt hugrekki, líkamlegt hugrekki, sjálfstæð hugsun, gagnrýn hugsun, vera tilbúin að standa á móti straumnum.

Kærleikur: mannúð, sanngirni, fyrirgefnin, góðmennska, ást, hópvinna,þróttur.

Réttlætiskennd: sanngirni, leiðtogahæfileikar, félagsfærni

Hófsemd: sjálfsagi, staðfesta, varkárni, sjálfsögun

Andleg höfgi; upplifa sig hluta af stærri heild, vera hlekkur í keðju, kunna að meta fegurð, sköpunargáfa, þakklæti, von, húmor, trúhneigð

Í orðabók er styrkur sama og kraftur. Það á mjög vel við því það að dvelja í eigin styrkleika gefur okkur einmitt kraft og jákvæðar hugsanir og okkur langar til að gera meira.  Það eru síðan aðrir styrkleikar sem gefa öðrum kraft.

Styrkleikar okkar eru því drifkraftur til athafna og breytni. Við upplifum nýja hluti, finnum fyrir árangri og sjáum ný tækifæri og möguleika.

Hugmyndir um hvernig nýta má æfingarnar:

– þekkja eigin styrkleika og búa til tækifæri þar sem þú nýtir þá meira

– átta þig á styrkleikum annarra

– til að fá hugmyndir að verkefnum og æfingum

– til að hafa áhrif á andrúmsloft á vinnustað

Ókeypis styrkleikapróf á netinu: Það er hægt að taka ókeypis styrkleikapróf á netinu. Það getur verið gaman að láta prófið hjálpa þér að átta þig á einhverjum styrkleika sem þú hefur ekki hingað til áttað þig á að þú ert gædd og nýtir þér kannski ekki nægjanlega.  Það er ótrúlegt hvað styrkleikar geta farið fram hjá okkur eða við tekið þá sem sjálfsagða.  Ástæðan fyrir því að það er óhætt að mæla með þessu prófi er einfaldlega það að einn af frumkvöðlum jákvæðrar sálfræði, Dr. Martin Seligman útbjó þetta próf og hefur yfirumsjón með prófinu á netinu, hann nýtir svör þeirra sem taka prófið til áframhaldandi rannsókna.  Slóðin er: http:authentichappiness.com Að taka prófið: Þú byrjar á því að skrá þig á síðuna (login). Til þess þarftu að fylla út margar spurningar um kyn, aldur og svo framvegis. Þegar þú ert komin með lykilorð og leyniorð, þá getur þú skráð þig formlega inn á síðuna. Á síðunnu er mikill fjöldi af allskonar skemmtilegum spurningarlistum og matsprófum sem þú leikur þér við að taka þegar þú átt góða stund.  Styrkleikaprófið sem mælir ofangreinda mannkostir heitir:  Measures 24 Character Strengths. Styrkleikaprófið er undir TEST CENTER (ofarlega á síðunni).

Það tekur um klukkustund að taka prófið, það vistast sjálfkrafa á síðunni ef þú vilt taka þér hlé frá því að svara. Þú gengur síðan að prófinu á sínum stað aftur og aftur.  Þegar þú færð niðurstöðurnar, eru þær í röð – helstu styrkleikar þínir efst og svo koll af kolli. Efsti þrír styrkleikarnir eru kannski þeir sem einkenna þig mest, þeir styrkleikar sem gefa þér mest að dvelja í. Loksins kemur próf sem hjálpar þér að dvelja í því sem þú ert best eða bestur í!  Það er sem sagt ekki þannig í þetta skiptið að þú eigir að skoða hvaða styrkleikar þú hefur síst (neðst) og átt að vinna í þeim.  Hreint ekki! Hugmyndin með styrkleikunum er einmitt sú að gefa þér kraft og sjá nýja möguleika í hversdagslífinu.

2 comments

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s