Hvað ætlar þú að gera þegar þú hættir að vinna?

Kannski verður þú lánsöm/lansamur og færð að lifa góðu lífi tvo áratugi eftir að þú hættir að vinna eða lengur.

Er ekki ágætt að aðeins stalda við áður en þessi tímamót eru að fara að renna upp. Hvernig ætli sé þá að huga að þessum árum?

Þeir sem hafa verið vinnusamir hafa ekki áhuga á því að hætta allt í einu alfarið að hafa verkefni á höndum. Áfram hefur fólk drauma, vonir, markmið og jafnvel metnað. Margir vilja líka reyna að skilja við heiminn aðeins betri, hafa áhrif til góðra verka. Fyrir fólkið í kringum sig, ættingja, vini, samfélag sitt og heiminn.

Þótt það hljómi dásamlega að geta sofið út og vaka fram á morgun, þá er það ekki mjög gefandi til lengdar, ef þú veist að ekkert er að fara að taka við. Við vitum að manni líður betur að vera eitthvað að sýsla, hafa ástæðu til að fara fram úr og verkefni að kljást við, nýta styrkleika sína, hæfni og hæfileika.

Skoðum nokkra mikilvæga þætti:

i) Ríkidæmi: sumir hafa meira og aðrir minna, flestir eru þó sammála um að þótt gott sé að geta átt fallegt heimili, hraðskreiðan bíl og geta farið út að borða, þá gefur þetta eitt og sér aldrei lífinu sérstaka merkingu.

ii) Heilsa: Heilsan skiptir mjög miklu máli því við viljum jú njóta lífsins. Góð heilsa samanstendur af heppni, heilbrigðum lífsstíl og aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu.

iii) Sambönd: Þarna er lykilinn að tilfinningalegri vellíðan! að vera í góðum uppbyggilegum samskiptum.

iv) Áhrif: Flestir vilja ,,gefa til baka”, jafnvel skilja eftir sig arfleifð. Það að geta t.d. verið öðrum til aðstoðar og hvatningar getur skipt sköpum. Sumir líta á það þannig að þeir vilja þakka fyrir það sem þau hafa sjálf fengið í gegnum lífið.

v) Merking: Starfið okkur hefur e.t.v. gefið merkingu og tilgang. Það er gott að hafa skipt máli.  Er kannski eftirsóknarvert og tækifæri til að halda áfram í einhverri mynd í smærri verkum?

vi) Hamingja: Við viljum öll hamingju og vellíðan en sanna hamingju er ekki hægt að versla. Þú þarft að lifa hana, hamingjuna.

Margir velja að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, vinna að einhverju áhugaverðu verkefni sem gerir heiminn betri eða þar sem þú getur sannanlega gefið af þér og verið öðrum til hvatningar og gleði. Þetta er ekki tíminn þar sem þú vilt vinna hörðum höndum og safna meiri pening – nú er markmiðið annað. Hafa gott líf og vera öðrum til góðs. Spurðu þig þessara spurningar:

Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélag mitt? fjölskyldu mína? fólk sem skiptir mig máli? Hvað gefur mér merkingu og tilgang? Hvað mun gera mig hamingjusama/saman? Hvernig getur þetta tímabil í mínu lífi verið mér og öðrum að gagni? Svörin við þessum spurningum munu hjálpa þér að eiga dásamleg eftirlaunaár 🙂

Enginn virðist lengur skilja hvað það þýðir að ,,setjast í helgan stein” 🙂ImageHandler

 

Leave a comment