Að vera tilfinningarík manneskja, er að vera með taugakerfi sem er næmara en flestra.
Þú skynjar fegurð, hljóð, tilfinningar annarra sterkar en 80% mannkyns. Þetta er ekki sjúkdómur og ekki galli, heldur einfaldlega ákveðin manngerð. Manngerð sem þarf að læra að brynja sig og þekkja hvernig þeir geta nýtt þennan eiginleika og hlúð að sér. Að hlúa að sér er ekki eitthvað dekur, heldur beinlínis nauðsynlegt til að líða vel.
Það er einstaklingur sem er mjög næmur, á t.d. tilfinningar annarra, hljóð, áreiti, hávaða, bragð, upplifir ,,sterkt” t.d. tónlist eða aðrar upplifanir sem örva skynfærin.
Þetta er einstaklingur sem þarf reglulega að draga úr birtu, kveikja á kerti, hlusta á læk eða setja á rólega tónlist. Þetta er einstaklingur sem upplifir, þarf að eiga kyrrðastund, jafnvel stunda jóga, íhugun, Qi gong og þarf að velja hvernig fólk hann hefur í kringum sig.

Það er hægt að finna sjálfspróf til að taka á netinu, taka sjálfspróf – hvort þetta eigi við um þig.
T.d.: https://hsperson.com/test/highly-sensitive-test/
Hér eru svo góða ráð til þeirra sem skora hátt á slíkum prófum:
- Hugsaðu hlutina þannig að það er ekki eins mikið að þér og þú hélst, hugsaðu um sjálfan þig, settu mörk og þekktu einkennin og hvernig þú getur höndlað það betur að bara vera
- Yoga, saltbað, nudd og nálastungur auk Qi gong hjálpar og að
- Ekki taka að þér of mörg verkefni, settu mörk. Þér líður betur að hafa verkefnin vel ráðanleg og hafa ekki mikla streitu.
- Teiknaði, prjónaðu, syngdu … gerðu list. Gerðu það fyrir þig.
- Gerðu heimilið þitt að athvarfi. Veldu hluti í kringum þig sem gefa þér vellíðan.
- Stilltu símann á ,,ónáðið ekki” reglulega og svo bara svarar þú þegar þig langar.
- Getur þú einfaldað líf þitt í dag?
- Getur þú verið með grænar plöntur og blóm? Þær hreinsa loftið og gleðja þig
- Minnkaðu ringulreið
- Hafðu hvetjandi bækur og tímarit inn á baðherbergi, kannski ljóðabók sem gleður
- Áttu saltlampa? þeir gefa hlýju og ró
- Farðu í bað, settu sölt og ilm og gefðu þér góðan tíma. Kveiktu jafnvel á kerti og settu á ljúfa tónlist
- Áttu nuddbolta, nuddaðu sjálfa þig, gefaðu þér smá tíma
- Gefðu þér tíma að njóta að drekka te, við glugga eða þar sem þú færð ró
- Fáðu þér dökkt súkkulaði – það er stúttfullt af andoxunarefnum
- Gefaðu þér góðan tíma, til að elda eða baka, ein/einn heima í kyrrð og ró eða með ljúfri tónlist
- Opnaðu út á svalir eða glugga og fáðu inn ferskt loft
https://willfrolicforfood.com/2017/04/43-self-care-practices-for-the-highly-sensitive-person.html
Stundum eru mjög næmar manngerðir einmitt óvenju skapandi, lausnamiðaðir starfsmenn, vandvirkir og gefandi fái þeir að njóta sín.

