,,Hinn dæmigerði Íslendingur er býsna ánægður með lífið og tilveruna, hann telur sig búa í hreinu umhverfi og við mikil loftgæði. Hann á vin eða ættingja sem hann getur leitað til og ver næstum því fjórðungi tekna sinna í húsnæði og ýmsan kostnað sem því fylgir. Þetta sýnir ný úttekt frá Efnahags- og samvinnustofnun Evrópu, OECD, sem heitir How’s life 2017″
Þessi vinatengsl, þessi félagslegi stuðningur sem tilheyrir oft minni samfélögum er stóri skýringarþátturinn á hamingju íslendinga auk þess að hér er lítið atvinnuleysi, þessi öryggistilfinning skiptir líka miklu máli og vonandi er traust vaxandi í samfélaginu, það hækkar líka hamingjuna
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/20/telja_sig_vinmarga_og_hrausta/