Fyrir mér eru jólin marglaga hátíð og maður getur valið stemmingu. Jólin er menningahátíð, hátíð þegar birtan sigrar myrkrið, tónlistarhátíð, hátíð kærleika, fjölskylduhátíð, vinahátíð, trúarhátíð, bókahátíð, kyrrðarhátíð, sælkerahátíð, hátíð einveru og íhugunar og líka hátíð samveru…. og ekki síst tími fastra hefða og minninga.
Ef þið langar að vera ein/einn um jólin, reyndu að láta ekki aðra hafa þá áhrif á þá ákvörðun, held það geti verið yndislegt að vera ein um jólin, hlusta á fallega tóna og andleg innlegg :-).
Svo koma áramót og nýjar hugmyndir fá vængi, ný markmið fæðast og það má meira en nokkru sinni vera skapandi og hugsa út fyrir boxið.
En frammundan er alla vega, að birtan sigrar, að lokum
Jólin eru að koma…. og börnin verða spennt. Amma mín hljóp oft út á hlað og skimaði eftir jólunum þegar hún var barn, fór aðeins upp á hæðina til að sjá betur þegar þau kæmu. Einnig hlupu þau oft upp á hól að skima eftir jólasveinunum. Henni eru minnistæð jólin þegar það var fullt tungl, þá sló birtu á snjóinn þegar gengið var til Kirkju á aðfangadag. Það var um klukkutíma gangur frá bænum og svo helltist í gönguna fólk af nærliggjandi bæjum hægt og rólega eftir því sem nær dróg.