Gildi lesturs – og vel skrifuð grein!

Ein stórkostlegasta grein sem ég hef lesið, er um mikilvægi lesturs. Um gildi lesturs og ímyndunarafls:

t.d.:

  • Bækur eru leið okkar til að eiga samskipti við hina látnu. Leiðin til að læra af þeim sem eru ekki lengur á meðal okkar
  • Í öðru lagi byggir skáldskapur upp samkennd. Þú færð að upplifa hluti, heimsækja staði og veraldir sem þú myndir ellegar aldrei þekkja. Þú uppgötvar að allt sem er þarna fyrir handan er einnig hluti af þér. Þú ert einhver annar og þegar þú snýrð aftur til eigin heims hefurðu breyst lítillega. Samkennd er verkfæri til að móta vitund manns um að tilheyra  heild, til að leyfa okkur til að fúnkera sem eitthvað meira en sjálfhverfir einstaklingar.
  • Ég held ekki að það sé til neitt sem heitir vond bók fyrir börn
  • Öruggasta leiðin til að tryggja að við ölum upp læs börn er að kenna þeim að lesa, og sýna þeim að lestur er ánægjuleg athöfn. Og það þýðir, á sem einfaldasta hátt, að finna handa þeim bækur sem þau njóta, veita þeim aðgang að bókunum og láta þau lesa þær
  • Eitt sinn var ég staddur í New York og hlustaði á umræður um byggingu einkarekinna fangelsa, sem í er gríðarlegur vaxtarbroddur í Bandaríkjunum. Fangaelsisiðnaðurinn þarf að útfæra framtíðarvöxt sinn – hversu marga klefa mun hann þurfa? Hvað verða til mörg fangelsi eftir fimmtán ár? Og þeir uppgötvuðu að hægt væri að spá fyrir um það mjög auðveldlega með því að nota frekar einfalt reiknirit, sem byggist á að spyrja hversu mörg tíu og ellefu ára börn kunna ekki að lesa. Og alls ekki lesið sér til yndis. Hlutfallið er ekki einn á móti einum; það er ekki hægt að segja að í læsu þjóðfélagi séu engir glæpir. En það er raunveruleg fylgni þar á milli.

https://www.theguardian.com/books/2013/oct/15/neil-gaiman-future-libraries-reading-daydreaming

og

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/04/23/segir-olaesi-til-um-fangelsisthorf-allt-breytist-thegar-vid-lesum/

bók

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s