Starfsleit á 21. öldinni

Stærsta leigubílafyrirtæki heimsins, Uber,  á ekki einn einasta bíl. Google, frægasta leitarsíðan er orðin stærsti auglýsingamiðillinn.  Facebook, heimsins vinsælasti samfélagsmiðill býr ekki til neitt innihald sjálf, eingöngu útlínur. Eitt verðmætasta vöruhús heimsins, Alibaba, höfuðstöðvar staðsett í Asíu, rekur ekki eitt einasta vöruhús í sínu landi. Airbnb, stærsta húsaleigufyrirtæki heimsins á ekki hótel né gistiheimili. Amazon, stæðsta vöruhús Bretlands, hefur enga starfandi verslun í Bretlandi í dag. Hins vegar hefur orðið sprengin í vöruhúsarekstri í Bretlandi og þess krafist af markaðnum að þau séu flest opin allan sólarhringinn, 7 daga vikunnar. Á Íslandi er t.d. einkamal.is og alfred.is að gera góða hluti, með litlu inntaki nema útlínum.

Mikið er talað um gervigreind þessi misserin og að gervigreind muni taka yfir þúsundir starfa á þessum áratug í Evrópu t.d. í fjármálageiranum, í verslunum, lestar hafa oft ekki lengur lestarstjóra um borð og búist er við að bráðlega muni gervigreind leysa af hólmi greiningu á einstaklingum í heilbrigðisgeiranum, alla vega þegar lesið er út úr niðurstöðum af skönnum og myndatökum. Miklar samfélagsbreytingar og tækni er að hafa mikil áhrif og fyrirtæki þurfa að taka á öllu sínu til að fylgjast með þróuninni og breyta sínum starfsháttum.

Að ráða inn rétta starfsfólkið, ráðningaferlið sjálft, er að taka stakkaskiptum. Í dag fá Ráðningaþjónustur færri störf enda getur fólk í dag sjálft komið sér á framfæri hjá fyrirtækjum landsins og sótt beint um af heimasíðum þeirra. Að auglýsa störf í fjölmiðlum tekur tíma, en það getur tekið 17 sekúntur að auglýsa á twitter eða facebook, eða Instragram eða á Linked In.

Í enskumælandi heimi tíðkast tölvukerfi sem lesa ferilskrár yfir og velja úr þær sem innihalda orð sem fyrirtæki er að leita eftir (getur verið persónubundnir eiginleikar, tiltekin reynsla eða menntun eða lífsstíll (stundvísi, bókhaldsþekking, reynsla af dróna o.s.frv.) . Atvinnurekendur eru að fara í gegnum allskonar hraðar tækni og samfélagsbreytingar og eru því að fylgjast vel með og reyna að vera nútímavædd og upplýst. Nú reynir á atvinnuleitendur að gera slíkt hið sama, vera dugleg að sækja um með óhefðbundnum leiðum, koma sér sjálf á framfæri gegnum umsóknarferli á heimasíðum (áður en starf er auglýst) og vanda sig við hverja umsókn, aðlaga reynslu sína og menntun að hverju starfi, draga fram eiginleika sem hjálpa til að fá tækifæri o.s.frv. Að vera proactive – bregðast sjálfur hratt við, er mjög mikilvægt í atvinnuleitinni í dag. Koma inn á ferilskrána starfsreynslu fyrir árið 2018 sem fyrst!  Sértu atvinnulaus, eða á milli starfa eins og það heitir, er mikilvægt að efla sig  á þessum tímamótum, efla sig í tölvufærni, efla sig faglega og persónulega og aðlaga sig að störfum sem eru í örri þróun.

Þeir sem eru eldri en 50 ára upplifa oft að þeir séu að verða útundan.  En þetta er hópurinn sem hefur lífsreynslu, á auðvelt með mannleg samskipti, setja sig í spor þeirra sem yngri eru og eru því fetinu á undan ungu kynslóðinni, ef þau hafa öfluga tölvufærni. Í framtíðinni er talað um að svokölluð ,,soft skills“ sé það sem markaðurinn þarfnast, í því felst þessi mannlega hæfni, þroski, þolinmæði,  jákvæðni, reynsla og hæfni  til að lesa í aðra og setja sig í þeirra spor.

Það er talað um að flest störf sem verða í boði eftir 10 ár eða svo, séu störf sem við vitum ekki hver verða. Því er stundum haldið fram að framtíðin feli í sér fá launuð störf, að allt verði tækninni að bráð. Við höfum heyrt svona áður. Talva átti að leysa flest störf af hólmi. Nú gervigreindin. En það breytir því ekki að störf hafa undanfarið verið að breytast og mörg störf sem voru til hafa horfið á síðustu áratugum og ný tekið við.  Dæmi um störf sem eru að hverfa:  Ritarar, störf við skiptiborð, störf við fjöldaframleiðslu, störf við bryggjur og affermun báta, lestarstjórar. Dæmi um störf sem teljast t.d. ný í dag geta t.d. verið:  markþjálfar, einkaþjálfarar, styrktarsjóðasérfræðingar, dróna sérfræðingar, heimaþjónusta, mengunarsérfræðingar sem dæmi.

The World Economic Forum halda því fram að 65% af þeim börnum sem voru að byrja í grunnskóla fari að sinna störfum sem ekki eru til í dag. Annað sem er merkilegt fyrir nútímann er að í dag eru fimm kynslóðir jafnvel að vinna saman og við alltaf að lifa lengur svo fleiri kynslóðir geta verið að hittast á vinnustöðum framtíðarinnar.

 

Modern-Workplace-Interior-Design-Ideas-4

future_of_the_workplace_900x430

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s