Gæska er góðverk. Gæska er að gera öðrum gott. Góð-verk, já virkilega góð verk!
Hvað er góðverk? Kannski eru til mis ,,mikil” góðverk, en góðverk þó.
Að finna til með öðrum, samlífun, er gæska og góðverk. Það að sýna kurteisi er góðverk. Að sýna umburðarlyndi, að samþykkja aðra og einfaldlega að finna hlýju gagnvart samferðarfólki er gæska.
Að rétta hjálparhönd, að hafa samband við einhvern þurfandi er góðverk.
Að létta undir, að hvetja, er góðverk.
Að styrkja gott málefni, versla varning af barni sem er að safna fyrir ferð, er góðverk.
A gera öðrum gott í nafnleysi, er góðverk á hærra stigi væntanlega.
Það er ekki góðverk ef þú ert að gera þetta af skyldu, af samviskubiti, e’ða ef þú ætlast til einhvers í staðinn. Ef þú ofnotar styrkleikann góðverk getur það þýtt að þú sért að taka frá öðrum tækifæri til þroska (þroskaþjófur) t.d. við barn eða ungling, notar of mikinn af vinnutíma þínum til að hjálpa öðrum án þess að ná að klára þín eigin verk o.s.frv.
Ef þú nærð að gera fimm góðverk yfir einn dag, þá er talað um mögnuð áhrif 🙂

Til umhugsunar:
Gerðir þú góðverk í dag? einver í þinn garð? Varst þú vitni að góðverki? Sástu eitthvað í fjölmiðlum sem var góðverk?
Að klippa táneglur á einhverjum eða plokka búkonuhár af eldri konu, bara af því bara, ekki starfið þitt – er það ekki ansi góð dæmi um góðverk (umræður á námskeiði 2024 :-))
Mannbætandi:
Við vel lukkað góðverk, losnar út hormón sem lætur þér líða vel. Gæska er ekki bara mikilvæg dyggð, heldur er hún eitt af límum mannlegs samfélags. Gæska gerir það að verkum að við mannfólkið hreinilega lifum af! Og að gera góðverk og njóta þess, jah … mýkir okkur! við verðum mýkri að innan og blíðari og þá er nú til mikils unnið!
Vel lukkað góðverk eykur hamingju þiggjanda og gefanda, styrkir sjálfstraust, minnkar streitu og styrkir tengsl. Góðverk hægir á hjartanu, þú lítur betur út og minnkar kvíða.
Gæska er smitandi, ef þú verður vitni að góðverki eru allar líkur á því að það hellist yfir þig löngun til að gera sjálf/ur góðverk! Hlátur, hnerri og góðverk…. eru öll bráðsmitandi!!!
Ekki bara það – góðverk skapar hjá okkur sjálfum vellíðan, jákvæðar tilfinningar og jákvæðar tilfinningar ,,opna okkur” segir Barbara Friedricsen, við verðum víðsýnni, sjónsviðið raunverulega stækkar, við hugsum meira í ,,win-win”, við verðum meira skapandi og lausnamiðuð. Jákvæðar tilfinningar – ef upplifaðar daglega, auka seiglu og viðnám og úthald.
Mér finnst eins og það sé dálítið amerískt fyrirbrigði að tala um góðverk t.d. ,,Random act of kindness” er eitthvað sem er talsvert talað um og gert í Vesturheimi. Kannski er gæska betra orð yfir góðverk en nær þó ekki yfir alveg það sama, kannski of víð merking eða hvað?
Grein Ólafs Þórs Ægissonar læknis um góðverk: https://www.akureyri.net/is/moya/news/smitleidir-gaesku
Hér eru 100 hugmyndir að góðverkum: https://www.signupgenius.com/groups/random-acts-of-kindness-ideas.cfm
Hér er að finna 101 hugmynd :-)! https://www.twinkl.com/blog/101-random-acts-of-kindness
Hér er síða fyrir skóla um góðverk: https://www.randomactsofkindness.org/kindness-ideas
Hér er bara svona allskonar dæmi um góðverk:
https://island.is/s/hsu/frett/kvenfeloegin-a-sudurlandi-gefa-til-hsu
https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2020/04/09/rausnarleg_nafnlaus_gjof_barst_lsh/
https://www.feykir.is/is/frettir/gafu-fullkomid-hjartastudtaeki-asamt-aukabunadi
