Eitt geggjað ráð í samskiptum

Viljir þú vera dýrmæt einhverjum sem þér þykir undir vænt um, gættu þá vel að því að þú virkilega sért til staðar á góðum stundum og sýnir það einlægt að samgleðjast – magna frekar upp gleðitilfinningu viðkomandi heldur en hitt. Gera þetta stórt fyrir ykkur bæði. Þetta hefur sýnt að skiptir gríðarlega miklu máli í góðum samskiptum.

Vera til staðar á bæði bestu og verstu stundunum. Það er gríðarlega dýrmætt.

Að vera gleðimagnari? það er þegar þú spyrð aðra sem eru að segja frá einhverjum ánægjulegu að sýna því áhuga og gleðjast með.

Eftir allt saman þá er það mannlegt eðli að muna hápunkta og lágpunkta í samböndum. Hvað var sagt og hvað var ekki sagt.

Leave a comment