Viljir þú vera dýrmæt einhverjum sem þér þykir undir vænt um, gættu þá vel að því að þú virkilega sért til staðar á góðum stundum og sýnir það einlægt að samgleðjast – magna frekar upp gleðitilfinningu viðkomandi heldur en hitt. Gera þetta stórt fyrir ykkur bæði. Þetta hefur sýnt að skiptir gríðarlega miklu máli í góðum samskiptum.
Vera til staðar á bæði bestu og verstu stundunum. Það er gríðarlega dýrmætt.
Að vera gleðimagnari? það er þegar þú finnur að þú ert innilega glöð/glaður að heyra fréttir frá viðkomandi og af forvitni – s.s. ,,og hvað svo” og hvernig lét þetta þér líða? Hverjir voru þarna? Hvað sögðu þau? … hjálpa sögumanneskjunni að upplifa enn meira af jákvæðum tilfinningum í tengslum við þessa jákvæðu frétt eða ánægjulegan viðburð. Þetta styrkir tengsl og traust.
Eftir allt saman þá er það mannlegt eðli að muna hápunkta og lágpunkta í samböndum. Hvað var sagt eða ekki sagt. Stöldum við, hlustum og njótum, verum saman, styðjum, gleðjumst og grátum saman.
