Ástarsorg, sjálfsmildi. Hvað er til ráða?

Best út úr ástarsorg er að átta sig á því að maður á fyrst og fremst að elska sjálfan sig mest – vissulega eigingjarnt. En í því felst að raunverulega vera góður við sig, ekki lemja sig niður, skynja að maður hefur fullt af eiginleikum og kostum sem viðkomandi kunni ekki að meta en þú kannt sjálf/ur að meta. Láttu það vera hvatningu til sjálfs þína til að njóta þín, blómstra. Á þínum eigin verðleikum.

Keyptu þér afskorin blóm. Gleddu þig. Nú áttu það skilið 🙂

Leyfðu sjálfsumhyggju að baða þig, þú ert einstök, enginn eins og þú og ástin er út um allt!

Láttu ástarævintýrin næra þig og hugsaðu ,,vá takk, ég er á lífi, ég tók áhættu, ég þorði að láta á þetta reyna, ég þorði að lifa, já lifðu, lifðu, takk fyrir þetta ævintýri!!!”

Akkurat. Þú þorðir að lifa, standa með þér, láta á hlutina reyni! Vel gert!

Já þú átt skilið blóm!!! litríkt konfekt eða hamast á hlaupabrettinu – bara vertu góð við þig!! fáðu þér göngu, taktu mynd af fegurð eða sestu niður og prjónaðu. Að vera góður við sig er ekki að missta tökin, heldur að sýna sjálfum sér mildi og ást, athygli og hlýju. Lífið er fagurt, njóttu þess. Og þorðu 🙂

Ástarsambönd koma og fara. Eitthvað lærir maður af hverjum einstakling. Og svo á maður minningar og reynslu. Fjölskyldan er meira ástarsamband sem varir, bjóddu fjölskyldunni í mat og skálaðu fyrir lífinu og áframhaldandi velvild. Stundum er ástarsamband bara eins og krydd í lífið.

Lærðu á ástina/sambandið: Hér er könnun – flott könnun á vegum Stigamóta – sjukast.is

Lestu t.d. þetta um ástina og lífið:

https://www.verywellmind.com/6-types-of-relationships-and-their-effect-on-your-life-5209431

Leave a comment