Mér er boðið að vera með jólahugleiðingu í Árbæjarkirkju á 2. í aðventu.. Sennilega af því ég gaf út bók, um hamingjuna og ástina. Er það ekki þess vegna? ég mun tala um ástir ókunnugra og félagsleg smit og félagslega töfra. Tala um afslætti og nútímajól. Ég mun tala um páskaliljur, myrkur og birtu, jólanótt, ég mun tala um þegar hlýjan sigrar frostið. Eða hvað? mun ég tala um eitthvað allt annað? Kannski tala um lyftu? lyfta sér upp?
Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ
lífið þá er hátíð var í bæ.
Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna,
hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.
Sælli börn mun sjaldgæft vera´ að finna,
ég syng um þau mín allra bestu ljóð.
Já eða: Solla á síðum buxum og Siggi í bláum kjól?
Hér er líka vel kveðið 🙂
Amma skildi að skyldan bauð
að skúraði hún og þvægi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Amma stóð og bjó til brauð
svo bjarga mætti hagi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Börnin oní amma sauð
oft var tómur magi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Ávallt sinnti, aldrei trauð,
amma vinnu og stagi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Ömmu kvaldi alls kyns nauð
af ýmsu vondu slagi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Löngum skilst mér lítinn auð
að launum amma þægi
Allir er afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Svo var amma alltaf snauð
að við lá hún dæi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Niður amma datt loks dauð
dó af starfsálagi
Allir en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
Nú svo þetta:
https://www.ruv.is/frettir/innlent/jolalog-med-vafasaman-bodskap
svo er það jólin hennar ömmu – og jólin hennar Ingibargar frænku, jólin hennar mömmu minnar – borðað’ á slaginu 6.

Svo er það ljóðin hans afa!!!!
Bernskuminningar afa Pálma um jól? jah… nú veit ég ekki! og lögin hans Gylfa frænda!
Já og jólaboðin hjá ömmu Hrefnu!!!! Heims um ból! vinkona mín frá Vopnafirði.
Hver er uppáhalds dagurinn þinn og klukkan hvað?
Svo er annað sem einungis er numið í kyrrð og ró.
Jóla – veiran – smithætta .. góðverk/hlátur/hlýja/ef líður illa – vertu þá góður við einhvern 🙂 afi sko…
eða… er lífið og jólin bara eins og að vera einn á kajak?
eða ,,ástin í verki?”
Margir koma í hugleiðingu til að fá:
- eitthvað sem mýkir
- eitthvað sem hressir
- eitthvað sem gefur von
- eitthvað sem viðurkennir að líf er marglaga: gleði + missir + von
eða vitna í aðventu, hlakka til – gleðin í augum barnanna… svo er það upplestur Aðventunnar… sinna skyldum sínum… eða viltu tala um ,,tala við ókunnuga”?
eða…
„Kannski er fallegasta við jólin að þau eru dásamlega ófullkomin.
Kannski er það sem við köllum jólagleði… bara þegar við gefumst upp á að þykjast.“
eða… erum við ekki öll, eins og ljósaseríur – svona kveikt ljós með tengingu á milli okkar??
Von og léttleiki
„Ef ég lærði eitthvað af ferlinu við að skrifa bókina, þá er það þetta:
Við erum umkringd ókunnugum sem eru miklu minna ókunnugir en við héldum.
Við erum í raun lifandi net ljósa.
Stundum nemur ljósið ekki langt – það fer bara frá einum til næsta.
En það er nóg. Það heldur okkur heitum.“
7) Fyndinn og fallegur endi
„Þannig að þessi jól ætla ég að sleppa fullkomnuninni… og sleppa kannski ekki jólaseríunni.
Og ef eitthvað klikkar – þá er það bara merki um að jólin séu mætt.
Jólin hafa alltaf verið ófullkomin, og kannski er það einmitt það sem gerir þau svona falleg.“
