Þetta eru merki um góða vináttu:
* einhver sem þú getur leitað til á góðum og erfiðum stundum
* einhver sem þú getur treyst og dæmir þig ekki
* einhver sem er ekki að reyna að særa tilfinningar þínar
* einhver sem sýnir þér virðingu og vinsemd
* einhver sem þykir vænt um þig og langar að hitta þig, ekki af því það er einhver skylda, heldur af því hann velur að vera með þér
* þér finnst gaman eða gott að hitta
* sýnir þér hollustu og þú honum
* hlærð með
* sem finnur líka til, þegar þér líður illa
Hér eru nokkrir molar sem hjálpa manni að vera góður vinur:
– hlusta
– vera til staðar
– gera eitthvað skemmtilegt með
– styðja
– vera uppörvandi, hrósa, ræða mannkostina
– vera heiðarlegur og einlægur