Hamingjan? hún er svona hamur sem sveipast um þig þegar síst skyldi. Þetta er gamla heiðna hugmyndin. Að hamingjan komi bara óvænt og upp úr þurru. Og jú það gerist. Grísku heimspekingarnir töluðu um að hamingjan væri farsæld. Því getur þú varla sagst vera hamingjusamur nema að afkomendur þínir, börnunum þínum farnist vel. Þá hefur þú lifað til góðs og mátt teljast hamingjusamur, sem sagt þegar þú ert allur. Í dag vitum við að það er ekki síst góð breytni, sinna sínum skyldum, vera með fólki sem gerir þér gott og temja sér holla góða siði t.d. jákvætt viðhorf, vinsemd, hreyfing og hollur matur. Við vitum þetta öll svo sem, bara gott að vera minntur á þetta. Hvern hringir þú í þegar þú ert með rosalega góða frétt af þér eða ert sorgmædd/ur?? sú sem fyrst kemur upp í hugann er þér hjartfólgnust.
Enska orðið Happiness, rekur upprunann til Happ í íslensku, að verða fyrir óvæntu happi. Sama merking og að fara í ,,haminn” sem sveipast skyndilega utan um þig án nokkurs fyrirvara, óvænt úr lausu lofti. Sú heiðna hugmynd.