Er beikon hamingjan?

Síðastliðin vor hef ég fengið að hitta fermingarbörn borgaralegrar fermingar til að ræða um hamingjuna og ábyrgð á eigin viðhorfum. Eitt af verkefnunum sem lögð hafa verið fyrir þau eru beðin um að skrifa niður þrennt sem gleður þau. Það var ekki vandamál hjá þeim og frekar var fussað yfir því að ég skildi eingöngu biðja bara um þrennt! Það er svo margt sem gleður þau að það fyllti fljótt heilt blað.
Ég hef einnig spurt fullorðna að þessu sama á erindum eða námskeið sem ég hef haldið. Þar hefur kemur í ljós að þessi spurning hefur hins vegar vafist fyrir okkur fullvöxnu. Hef gjarnan fengið svör eins og ,,æi það er svo margt, erfitt að nefna eitthvað þrennt núna”.  Síðan koma gjarnan svörin:  heilsan, maki, börn eða náttúran gleðja mest. Svona eins og það sem gleður sé einhvers konar ,,eign” eða eitthvað áþreyfanlegt.

Ungmennin hins vegar nefna oftast litlu hlutina í lífinu, skemmtilegt andartak eða styttri stundir.  Við getum kannski lært eitthvað af unga fólkinu?

beikon fjölskyldan

Ég ætla að leyfa mér að gefa ykkur sýnishorn hvað fermingarbörnin voru hugmyndarík: ísbíltúr, tjaldferðalag með fjölskyldunni, lítil börn, gæludýr, að mamma og pabbi fari að heiman og skilja eftir peninga fyrir pizzu, tölvuleikir, Harry Potter, fótbolti, vinirnir, bræddur ostur og beikon. Einhver nefndi te og bókalestur.

Ég las einhvern tímann rannsókn sem fjallaði um hvað gleður börn mest. Þar kom fram að það var að borða morgunmat með pabba og mömmu, gæludýr og nammi. Í sömu könnun kom fram að hjá eldri unglingum væri það allt sem viðkemur útliti og framkomu sem gleður, tónlist, snyrtivörum og vinir sem skipti þau mestu máli.

En af hverju að spyrja sig að því hvað gleður mann?

Nú í fyrsta lagi liggur í svörunum hvað gerir lífið þess virði að því sé lifað og í öðru lagi þá getur verið erfitt fyrir aðra að gleðja okkur, ef við vitum ekki sjálf hvað það er sem gleður okkur.

Það er auðvitað á okkar eigin ábyrgð að gera sem mest af því sem gleður okkur og fást við það sem gefur lífinu okkar merkingu.  Það skiptir máli að auka ánægjustundir. Þannig fáum við aukin kjark og kraft að takast á við önnur verkefni auk þess sem það hefur bætandi áhrif á líðan, samskipti og heilsu og getur þess vegna jafnvel lengt lífið. Nema að það sé eingöngu beikon og bræddur ostur sem gleður.

En hvað er það sem gleður þig? nefndu að minnsta kosti þrennt. Getur þú gert oftar það sem gleður þig? Kannski þú ættir að setja það í dagbókina eða ,,reminder” í símann þinn?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s