Peningar gera okkur ekki hamingjusöm en peningar skipta máli. Það hefur lítil fylgni mælst milli þess að eiga peninga og þess að vera hamingjusamir. En ef við skoðum hvernig við getum nýtt peningana okkar til að auka hamingju, eru fjórar leiðir sem standa uppúr skv. stórri rannsókn sem Diener fegðarnir hafa nú birt. Leiðirnar eru: Að gleðja aðra, Nota í félagslega iðju, eyða í reynslu eða þroska eða í að prófa eitthvað alveg nýtt!
1. Notaðu peningana þína til að gleðja aðra s.s. splæsa á kaffihús, bjóða heim, kaupa litla gjöf o.s.frv. Af hverju? af því að mannleg samskipti skipta meira máli en peningar. Með öðrum orðum, ef nú notar peninga af skynsemi ertu einmitt að nota þá til að gleðja aðra. Hér er það ekki spurning um ,,magn”.
Mér dettur dæmi úr eigin lífi í hug. Við vorum fjórar vinkonurnar sem settumst á Hótel Borg eitt sunnudagssíðdegi eftir gönguferð um bæinn. þar var ókunnugur eldri maður sem sendir á borðið okkar 4 lítil púrtvínsglös með kveðju um hvað íslenskar stúlkur séu glæsilegar. Þess má geta að við vorum það unga að enginn okkar hafðu áður smakkað púrtvín né vitað nánast að slíkt vín væri til. Þetta síðdegi rennur okkur aldrei úr minni og síðan þá er Hunts púrtvín í miklu uppáhaldi a.m.k. hjá undirritari. Hann gladdi okkur mjög mikið og vonandi sjálfan sig í leiðinni.
2. Notaðu peningana í félagslega iðju s.s. setja upp leiktæki fyrir barnabörnin þín, fara í leikhúsferð með vinum, fara á námskeið með öðru fólki sem hefur svipuð áhugamál. Spila golf eða fara í heita pottinn í laugunum á morgnanna. Slík kaup virðast gefa meiri hamingju en flesta annað sem við eyðum peningum í.
3. Við erum hvött til að nýta peningana okkar í ,,reynslu” s.s. í nám, í ferðalag, í hjálparstarf eða í þátttöku í íþróttahóp sem dæmi. Að fjárfesta í reynslu sem auðgar okkur og þroskar, sem eykur þekkingu og skilning er hamingjuaukandi. Slíkt færir okkur nær öðrum og býður upp á tækifæri að kynnast allskonar áhugaverðu fólki og verða áhugaverðari sjálf(ur).
4. Að nota peningana sem þú átt aukreitis í einhverja nýja upplifun. Manstu þegar þú hefur farið í sturtu eftir kannski 3-4 daga gönguferð þar sem þú getur ekkert þrifið þig? Það er svo stórkostleg upplifun og manni líður svo vel á eftir. En þegar við förum í sturtu á hverjum morgni fer ánægjan af sturtuferðinni sjálfri að gefa lítið af sér. Við aðlögumst því sem við venjum okkur við og það hættir að gefa okkur sömu ánægjuna. Því erum við hvött til að prófa nýja hluti t.d. fara á nýjan veitingarstað, prófa nýja ævintýragarða, fara á skauta eða annað sem við erum hætt að gera o.s.frv. Slíkt getur auðgað mjög vikuna og skapað nýja skemmtilega minningu.
Heimild:
http://www.huffingtonpost.com/2013/10/03/buy-happiness-secrets-of-happy-people_n_3982739.html?utm_hp_ref=own&ir=OWN Huffingtonpost 5. október 2013