Framtíðarfræði

Að hugsa sér, að eftir einhver ár, verða til sjálfkeyrandi bílar.

Nýji bílinn verður kannski líka nýjasti Iphone-inn, sem mælir í leiðinni hjartslátt þinn, blóðþrýsting og hitastig og lætur þig vita að þú þurfir að leggjast og hvíla þig áður en þú áttar þig á því sjálfur.

Áður en þú veist af því, mun kannski græjan sem þú verður með á úlliðnum búin að láta Landsspítalann vita að þú sért á leiðinni þar sem nýrun eru að fara að hætta að starfa. Og þú í miðju uppvaski! Já og sjálfkeyrandi sjúkrabílinn á leiðinni að sækja þig!

En hvað hefur manneskjan umfram fínu græjurnar sem hún virðist kunna að búa til?

  1. Samskipti. Við erum hæfari, sveigjanlegri og gæfulegri í samskiptum en græjur, þegar best gengur
  2. Hugmyndir – Okkur dettur allur fjandinn í hug, ekki græjum. Skapandi hugsun er enn mannsins
  3. Frumkvæði og ímyndunarafl. Við ráðum við að hugsa eitthvað nýtt, sem engum hefur áður dottið í hug.

ráðstefna22

Ráðstefna – Grand Hotel 8 og 9 júní 2017 http://www.oebmidsummit.com/

li

Við höfum um 800 milljarða tauga í líkamanum og um 10 þúsund taugatengingar. Tengingarnar eru að skapast alltaf, mest auðvitað fyrstu ár okkar þó. Heilinn minn er einstakur, öðruvísi en þinn og allra annarra. Við ,,prógrömmum” okkar eigin heila eftir því hvað við upplifum og hvað við endurtökum oft og hvað við gerum og hugsum, hverja við hittum og hvernig við eyðum dögunum. Heilinn notar svo sinn útreikning og fer að álykta og gefa sér fyrirfram gefna hluti t.d. þar með vitum við þegar við sjáum appelssínu hvernig hún svona cirka verður á bragðið. Þessi dásamlegi eiginleiki, skapar reyndar líka fordóma, þ.e. við gefum okkur að appelsínan verði eins og appelsína á bragðið og greinum því ekki mismunin á milli þeirra.  Við þurfum aðð lenda á óvenju vondri eða ógleymanlega góðri appelsínu til að greina almennilega á milli mismunandi tegunda á appelsínum.

Vá 2

Gerð var rannsókn á Leigubílstjórum í London um tíma og í ljós kom að svæði þeirra í heilanum sem hefur með rýmisgreind að gera, var stærri en gengur og gerist og stækkaði. Þannig breytist heilinn okkar eftir því hvað við þjálfum okkur til.

Við lærum mest af því að sjá hluti, sjónrænt. Við munum best ef við þurfum að gera hlutina (learning by doing) og ef við þurfum að tala um það sem við lærðum, segja öðrum frá eða kenna öðrum. Sjá:2437252_orig (1)

Oxford University heldur því fram að eftir 20 ár, verða 47% allra starfa sem við þekkjum í dag horfin og gervigreind hafi leyst mörg starfanna að hólmi. (Heimild: http://bigthink.com/philip-perry/47-of-jobs-in-the-next-25-years-will-disappear-according-to-oxford-university).

Reyndar er þetta kannski ekki svo nýtt, þar sem þegar við vorum börn hafa nú þegar horfið störf og ný komið í staðinn. Í dag er robot sem stýrir umferð á gatnamótum í Afríku, sjálfkeyrandi lestar eru notaðar í ,,underground” London, nú þegar eru sjálfkeyrandi bílar í notkun í Furstaríkjum og nú er hægt að fá afgreiðslu í McDonalds gegnum robot. Stórverslanir leyfa okkur að afgreiða okkur sjálf, með græjum. Þannig læðist gervi greindin að okkur hér og þar og stelur hægt og rólega af okkur störfum og við gjarnan alsæl með þá þróun.

Það er víst til einhver síða, þar sem þú getur séð hvort þitt starf sé talið halda velli eftir 20 ár. Ég fann hana ekki sjálf í fljótu bragði en sé að hún var til.

Alla vega, vélar gera sjaldnar villur en mannfólk, en hver matar tölvurnar og róbóta? það er við mannfólkið, svo við erum fyrirmyndin.

Kennarastarfið er dæmi um starf sem er alltaf að breytast og framþróun í þeirri stétt er að kennarar verða meira og meira markþjálfar og hjálpa nemendanum að vita hvað hann vill læra sjálfur og hvernig og kennarinn er kannski hættur að þykjast vera vitrari eða klárari en nemendur, eru kannski aðeins upplýstari stundum. En hans starf er að halda utan um í dag að nemendur séu að auka færni sína og þekkingu.

ráðstefna þessi2

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s